Innlent

Fuglar ekki í hættu

Ísland brýtur ekki gegn ákvæðum Bernarsamningsins um vernd villtra dýra, plantna og vistgerða í Evrópu með því að heimila virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka og Norðlingaöldu. Þetta var niðurstaða fastanefndar Bernarsamningsins sem hélt árlegan fund sinn í Strasbourg í Frakklandi um mánaðamótin. Í tilkynningu umhverfisráðuneytisins kom fram að á fundinum hafi verið lögð fram skýrsla frá óháðum sérfræðingi á vegum skrifstofu samningsins um bæði Kárahnjúkavirkjun og Norðlingaölduveitu og líkleg áhrif á lífríki á áhrifasvæði þeirra, einkum á fugla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×