Innlent

Stjórnarskrá verði endurskoðuð

Endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins hefst eftir áramót. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, telur rétt að hafa frjóa umræðu ársins í huga við endurskoðun og vill að kannað verði hvernig almenningur getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Halldór sendi í dag bréf til allra þingmanna, þar sem hann bað um tilnefningar í nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hann segist ekki síst telja að það þurfi að fara yfir vald forsetans samkvæmt stjórnarskrá, enda hafi aldrei verið farið almennilega yfir það. Halldór segist telja nauðsynlegt að menn fari yfir hlutina með rólegum og yfirveguðum hætti. Nauðsynlegt sé að fá það á hreint hvenær sé rétt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram og hvenær ekki. Hann segist þó alls ekki vera á því að leggja beri niður embætti forseta Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×