Innlent

Lagasetning ekki tilkynnt í dag

Ekkert verður tilkynnt um lagasetningu á kennaraverkfallið í dag. Áður en tilkynnt verður um hugsanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna verkfallsins mun forsætisráðherra meðal annars ræða málið innan þingflokkanna, við fulltrúa ASÍ og Samtök atvinnulífsins. Ekki verður fundað með þingflokkunum í dag. Forsætisráðherra sagðist í morgun, eftir fund með fulltrúum deilenda, ekki koma auga á aðra lausn á deilunni en lagasetningu. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi sýnt sig að eftirmál lagasetninga á vinnudeilur séu verri en allir aðrir kostir. Þetta þekki sambandið vel í tengslum við kjaradeilu sjómanna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×