Dómur hvatning fyrir fórnarlömb 12. nóvember 2004 00:01 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu sem vann einkamál gegn þremur mönnum í kjölfar meintrar hópnauðgunar gæti verið hvatning fyrir fórnarlömb nauðgara til að fara sömu leið í dómskerfinu, að sögn Huldu Rósar Rúriksdóttur, lögmanns konunnar. Er þetta fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp í einkamáli vegna nauðgunar, að sögn Huldu. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að mennirnir, sem voru þrír talsins, skyldu greiða konunni samtals 1,1 milljón króna í miskabætur. Hún hafði kært þá fyrir nauðgun til lögreglunnar í Reykjavík en ríkissaksóknari taldi, að lögreglurannsókn lokinni, ekki til staðar nægileg gögn til að ákæra í málinu. Þá hafnaði dómsmálaráðherra þeim tilmælum lögmanns konunnar að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Konan ákvað í framhaldi af því að höfða einkamál til skaðabóta, þar sem hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi mannanna og þar af leiðandi miska sem þeim bæri að bæta. Í skýrslu sálfræðings, sem mat ástand konunnar eftir atburðinn sagði meðal annars að hún hefði "orðið fyrir miklu andlegu áfalli". "Þessi skjólstæðingur minn hlaut ekki líkamlega áverka en hins vegar mikla andlega áverka," sagði Hulda Rós. "Það má segja, að þar sem að slíkir áverkar lágu fyrir eftir atburðinn þá hefðu þeir ef til vill átt að duga til þess að það yrði ákært. Ég hef ekki svar við því hvort ákæruvaldið hefði tekið öðru vísi á málum ef líkamlegir áverkar hefðu verið til staðar en maður veltir því óneitanlega fyrir sér. Skjólstæðingur minn hélt því alltaf fram að þessi atburður hefði átt sér stað og var staðfastur í lýsingum sínum á því. Mennirnir neituðu við lögreglurannsókn að um nauðgun hefði verið að ræða og ríkissaksóknari mat það svo að ekki væru nægileg gögn til að ákæra í málinu. Spurningin er sú, hvort afstaðan hefði verið önnur hefði konan verið með líkamlega áverka." Hulda Rós sagði að mikið hugrekki þyrfti að hálfu þolanda til að fara svo langt með slíkt mál, eins og gert hefði verið í þessu tilviki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu sem vann einkamál gegn þremur mönnum í kjölfar meintrar hópnauðgunar gæti verið hvatning fyrir fórnarlömb nauðgara til að fara sömu leið í dómskerfinu, að sögn Huldu Rósar Rúriksdóttur, lögmanns konunnar. Er þetta fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp í einkamáli vegna nauðgunar, að sögn Huldu. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að mennirnir, sem voru þrír talsins, skyldu greiða konunni samtals 1,1 milljón króna í miskabætur. Hún hafði kært þá fyrir nauðgun til lögreglunnar í Reykjavík en ríkissaksóknari taldi, að lögreglurannsókn lokinni, ekki til staðar nægileg gögn til að ákæra í málinu. Þá hafnaði dómsmálaráðherra þeim tilmælum lögmanns konunnar að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Konan ákvað í framhaldi af því að höfða einkamál til skaðabóta, þar sem hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi mannanna og þar af leiðandi miska sem þeim bæri að bæta. Í skýrslu sálfræðings, sem mat ástand konunnar eftir atburðinn sagði meðal annars að hún hefði "orðið fyrir miklu andlegu áfalli". "Þessi skjólstæðingur minn hlaut ekki líkamlega áverka en hins vegar mikla andlega áverka," sagði Hulda Rós. "Það má segja, að þar sem að slíkir áverkar lágu fyrir eftir atburðinn þá hefðu þeir ef til vill átt að duga til þess að það yrði ákært. Ég hef ekki svar við því hvort ákæruvaldið hefði tekið öðru vísi á málum ef líkamlegir áverkar hefðu verið til staðar en maður veltir því óneitanlega fyrir sér. Skjólstæðingur minn hélt því alltaf fram að þessi atburður hefði átt sér stað og var staðfastur í lýsingum sínum á því. Mennirnir neituðu við lögreglurannsókn að um nauðgun hefði verið að ræða og ríkissaksóknari mat það svo að ekki væru nægileg gögn til að ákæra í málinu. Spurningin er sú, hvort afstaðan hefði verið önnur hefði konan verið með líkamlega áverka." Hulda Rós sagði að mikið hugrekki þyrfti að hálfu þolanda til að fara svo langt með slíkt mál, eins og gert hefði verið í þessu tilviki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira