Fleiri fréttir

Kann að flýta þróun vetnisbílsins

Um áttatíu manns frá tuttugu löndum sitja fund framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fer fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík og lýkur í dag. Fimmtán þjóðir hófu verkefnið í nóvember í fyrra en fleiri þjóðir hafa sýnt áhuga á þátttöku og á fundinum verður fjallað um umsóknir fimm landa.

Stígvélaði bæjarstjórinn

Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði, hefur staðið í ströngu undanfarna daga. Bærinn hennar fór nánast á bólakaf í miklu vatnsveðri í vikunni en nú hefur rofað til.

Tinna Þjóðleikhússtjóri

Menntamálaráðherra hefur skipað Tinnu Gunnlaugsdóttur í embætti þjóðleikhússtjóra, fyrsta allra kvenna.

Ekkert að gerast

Formaður Kennarasambandsins og formaður launanefndar sveitarfélaga horfa fram á langt verkfall að óbreyttu. Sáttafundi í kennaradeilunni var slitið í morgun. Nýr fundur verður ekki fyrr en eftir viku. Formaður launanefndar segir að kennarar mæti að öllum líkindum með hundshaus í Karphúsið eftir viku.

Burðarás sameinast Kaldbaki

Burðarás stefnir að því að stórauka fjárfestingar utan landsteinanna eftir sameiningu við fjárfestingarfélagið Kaldbak í dag. Helstu forkólfar Kaldbaks eru Samherji og Baugur, en Landsbankinn og Björgólfsfeðgar eru helstu eigendur Burðaráss.

ASÍ skorar á félagsmálaráðherra

Fólk í fæðingarorlofi á ekki rétt á sumarleyfisdögum meðan á orlofi stendur. Þetta er niðurstaða héraðsdóms í máli sem ASÍ höfðaði gegn Tryggingastofnun. ASÍ skorar á félagsmálaráðherra að eiga frumkvæði að því að tryggja þennan rétt.

Jöklarnir að minnka og hverfa

Á næstu 100 til 200 árum er talið að jöklar landsins dragist saman og hverfi. Á meðan á þessu stendur má búast við auknu rennsli jökuláa og breyttum vatnabúskap þar á eftir. Landsvirkjun fylgist með þróuninni. </font /></b />

Vatnsskortur í Eyjum

Vestmannaeyingar gætu orðið uppiskroppa með ferskvatn eftir að tvær leiðslur sem flytja vatn til Eyja rofnuðu í gær. Skemmdirnar eru verulegar en talið er að vatnsbirgðir dugi í þrjá til fjóra daga.

Stórfyrirtæki siðblind segir Bart

Stórfyrirtækið er með sömu eiginleika og siðblindingi segja höfundar margverðlaunaðu heimildamyndarinnar The Corporation. Í myndinni líta þeir á fyrirbærið stórfyrirtæki og áhrif þess á menn og málefni.

Tólf hundruð fíkniefnabrot

Tæplega tólfhundruð ætluð brot á fíkniefnalöggjöfinni hafa komið á borð lögreglu frá áramótum, að því er fram kemur í frétt frá embætti Ríkislögreglustjóra. Allt síðasta ár voru skráð 1.385 fíkniefnabrot en þau eru nú orðin 1.185 það sem af er árinu.

Vanaafbrotamaður í steininn á ný

Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann til fangelsisvistar í tvö ár og sex mánuði fyrir ítrekuð afbrot, þ.á m. þjófnað, húsbrot og fíkniefnabrot. Í niðurstöðum réttarins segir að brotaferill mannsins, sem rauf reynslulausn með þeim afbrotum sem til umfjöllunar voru, hafi staðið samfellt frá því í nóvember árið 2001.

Allar þrjár dæturnar rangfeðraðar

Nær áttræður verslunarmaður í Reykjavík fékk þau skelfilegu tíðindi í seinustu viku að þrjár dætur sem hann hafði alið upp um 40 ára skeið sem sínar eigin væru allar rangfeðraðar og þær væru ekki hans. Fjallað er um málið í DV í dag.

Heimsótti Ólaf á Bessastaði

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók á móti Tarja Halonen, forseta Finnlands, á Bessastöðum í gær en Halonen er hingað komin til að taka þátt í málþingi sem haldið er vegna 30 ára afmælis norræns samstarfs um jafnréttismál.

Mikil áskorun og ábyrgð

"Þetta er mikil áskorun sem ég mun takast á við með þeirri kunnáttu og þeim heiðarleika og listrænu sýn sem ég hef til að bera," segir Tinna Gunnlaugsdóttir sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipaði í gær þjóðleikhússtjóra frá næstu áramótum.

Dæmdur fyrir nauðgun

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að halda fyrrum sambýliskonu sinni nauðugri í íbúð hennar og nauðga henni þrívegis auk þess að skemma ýmsar eignir hennar. Þá á hann að greiða konunni 1,4 milljónir króna í skaðabætur.

Rannsókn á frumstigi

Rannsókn á einu umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára sem staðið hefur yfir síðan í mars er á frumstigi og heldur áfram næstu vikur að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Hann segir að enn sé ekki allt komið fram í málinu.

Eik styrkir Umhyggju

Eik, fasteignafélag í eigu Lýsingar og KB banka, hefur styrkt Umhyggju, sem er félag til stuðnings langveikum börnum, um 527 þúsund krónur.

Kjör kennara til skammar

Flokksfélag Vinstri grænna í Kópavogi hefur samykkt ályktun þar sem hvatt til þjóðarsáttar um kjarabætur til handa kennurum.

Þing Neytendasamtakanna hefst

Lögð verður fram ítarleg tillaga í stefnumótun í neytendamálum næstu tvö árin á þingi Neytendasamtakanna sem hefst á Grand hóteli í dag. Þingið hefst klukkan þrjú síðdegis með ávarpi Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra.

Flugmaður á gjörgæslu

Flugmaður lítillar eins hreyfils flugvélar af gerðinni Cessna 152 er á gjörgæslu eftir að stutt flugferð hans endaði í fjörunni við norðurenda flugbrautarinnar á Akureyri.

LÍÚ ber ábyrgð á Brimi

LÍÚ ber sína ábyrgð á úrsögn skipsins Sólbaks úr samtökunum, segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann segir reginmisskilning hjá Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að ASÍ hafi hvatt til vinnustaðasamninga á borð við þann sem hann gerði við áhöfn skipsins.</< /> >

76% vilja mislæg gatnamót

Mikill meirihluti landsmanna, eða tæp 76 prósent þeirra, sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, telur brýnna að ráðast í gerð mislægra gatnamóta á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, en að ráðast í gerð Sundabrautar.

Bíllaus dagur í dag

Bíllausi dagurinn er í dag og er fólk hvatt til að ganga eða hjóla til vinnu í dag, ef það hefur tök á því, eða nota strætó. Ókeypis verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag. Á bíllausa deginum í fyrra virðist sem umferðin hafi dregist saman um 2%,

Stuðningur við Jón Steinar

Hópur hæstaréttarlögmanna hefur hafið undriskriftarsöfnun meðal stéttarbræðra sinna til stuðnings Jóni Steinari Gunnlaugssyni í stöðu Hæstaréttardómara. Þeir sem á listann rita skora á Geir Haarde, settan dómsmálaráðhera í málinu, að leggja sjálfstætt mat á kosti umsækjendanna og hagsmuni Hæstaréttar til framtíðar litið

Kindur í sjálfheldu

Bjarnfirðingar á Ströndum kölluðu í gær eftir aðstoð björgunarsveitarinnar á Drangsnesi til að aðstoða sig við að bjarga kindum, sem lent höfðu í sjálfheldu vegna mikilla vatnavaxta í Bjarnarfjarðará. Voru kindurnar orðnar um flotnar og óttast var að áin græfi undan þeim. Björgunin gekk vel.

Forsætisráðherra fær lesefni

Femínistafélag Íslands afhenti nýjum forsætisráðherra hjólbörufylli af lesefni um jafnréttismál í gær sem félagið telur mikilvægt að hann kunni góð skil á, tileinki sér og miðli til þjóðarinnar. Forsætisráðherra sagðist hafa lesið eitthvað af bókunum en meðal þeirra var að finna sagnfræðirannsóknir, ævisögur, frásagnir og fæðingarsögur

Safnað fyrir börn Sri

Söfnun til styrktar börnum Sri Rahmawati er enn í gangi. EFnt verður til sérstaks söfnunardags 2. október.

Raflögnum ábótavant

Raflögnum og rafbúnaði í íslenskum gisti- og veitingahúsum er víða ábótavant, samkvæmt skoðun rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu.

Danir kynna sér Alþingi

<font face="Helv"> Hluti forsætisnefndar danska þingsins hefur verið í vinnuheimsókn hér á landi síðan á þriðjudag í boði forseta Alþingis. </font>

Óðu djúpt til bjargar kindum

Bændur á Ströndum og björgunarsveitarmenn frá Drangsnesi óðu allt upp undir hendur í Bjarnarfjarðará í gærkvöldi, til að bjarga fé úr hólma sem var óðum að fara í kaf. Áin hafði breyst í beljandi fljót á svipstundu.

Hluthöfum auðveldað að fara í mál

Hluthöfum í fyrirtækjum er auðveldað að höfða skaðabótamál á hendur stjórnendum fyrirtækja, endurskoðendum og fleirum, telji þeir þá hafa valdið félaginu tjóni samkvæmt frumvarpsdrögum viðskiptaráðherra um hlutafélög. Þá verður stjórnendum skylt að fá samþykki hluthafafundar fyrir kjörum stjórnenda.

Jón tekur við einkavæðingarnefnd

Forsætisráðhera skipaði í morgun Jón Sveinsson hæstaréttarlögmenn formann framkvæmdanefndar um einkavæðingu og tekur hann við af Ólafi Davíðssyni, fráfarandi ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Jón hefur átt sæti í nefndinni frá árinu 1996.

Forsvarsmenn kennara funda

Samningamenn kennarasambandsins hafa ráðið ráðum sínum í húsakynnum Ríkissáttasemjara í morgun og hafa þar fyrst og fremst notið vinnuaðstöðunnar. Ekkert hefur hinsvegar sést til samningamanna sveitarfélaganna og ekki er vitað til þess að nefndirnar hafi haft neitt samband og sáttasemjari hefur engu miðlað á milli þeirra.

Stuðningur við Jón Steinar

Undirskriftasöfnun er hafin meðal lögmanna til stuðnings Jóni Steinari Gunnlaugssyni í embætti hæstaréttardómara.

Listalistinn - börnin heim

Nýtt stjórnmálaafl, Listalistinn - börnin - heim, býður sig fram til bæjarstjórnar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Héraði.

Skemmdir á Ólafsfirði

Skemmdir urðu á að minnstakosti tuttugu íbúðarhúsum í flóðunum í Óalfsfirði í gær, en tjónið hefur ekki verið metið, að sögn Stefaníu Traustadóttur bæjarstjóra. Hún segir að það hafi annars vegar flætt inn í kjallara og síðan hafi einnig nokkur þök ekki staðið af sér rigninguna og jarðvegsvatn sprautast í gegnum gólf og inn í húsin.

Beggja vegna borðsins

Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, var áður framkvæmdastjóri BHMR og hefur því á vissan hátt setið beggja vegna borðsins.

SVÞ mótmæla lokun Hverfisgötu

Samtök verslunar og þjónustu hafa lýst yfir undrun á því að Hverfisgötu hafi verið lokað í dag í tilefni bíllausa dagsins. Samtökin telja þetta mikið skilningsleysi á hagsmunum rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur.

Big Food Group könnuð

Áreiðanleikakönnun á Big Food Group verslunarkeðjunni hófst í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs reiknar með að hún taki um mánuð og að þá komi í ljós hvort Baugur eignist meirihluta í keðjunni.

Sá á kvölina sem á völina

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kom sér undan því að skipa í stöðu hæstaréttardómara og situr Geir H. Haarde því uppi með það að velja milli umsækjenda. Hann er í erfiðri stöðu því ákvörðun hans verður túlkuð í pólitísku ljósi.

Þreföldun útgjalda

Útgjöld umhverfisráðuneytisins þrefölduðust í ráðherratíð Sivjar Friðleifsdóttur. Útgjöld umhverfisráðuneytisins á yfirstandandi ári, 2004, eiga að vera 4,1 milljarður samkvæmt fjárlögum. Þetta þýðir að útgjöld ráðuneytisins hafa þrefaldast, hækkað úr 1,3 milljörðum í rúma fjóra í fimm ára valdatíð Sivjar Friðleifsdóttur.

Sjá næstu 50 fréttir