Innlent

Mikil áskorun og ábyrgð

"Þetta er mikil áskorun sem ég mun takast á við með þeirri kunnáttu og þeim heiðarleika og listrænu sýn sem ég hef til að bera," segir Tinna Gunnlaugsdóttir sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skipaði í gær þjóðleikhússtjóra frá næstu áramótum. Tinna efast ekki um að þetta starfið sé skemmtileg, enda þekkir hún vel til í Þjóðleikhúsinu. "Ég hef þekkt þessa stofnun frá blautu barnsbeini," segir Tinna. "Móðir mín var leikkona þarna frá opnunardegi þannig að ég að hluta til andaði andrúmsloftinu inn í uppvextinum. Mér þykir óskaplega vænt um þessa stofnun. Það er því ekki síður þess vegna gífurleg áskorun og mikil ábyrgð í því fólgin að taka við stjórnartaumunum." Tinna vill ekki segja hvaða áherslur hún muni hafa í starfinu og kveður það bíða síðari tíma. "Það voru allir beðnir um að skila mjög ítarlegri umsókn, þannig að ég býst við að niðurstaðan sé grundvölluð á þeirri sýn sem umsækjendur settu fram þar, og auðvitað þeirra hæfni og menntun."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×