Fleiri fréttir

Þorgerður útilokar ekki inngrip

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær.

Orkan lægst á Akureyri

Í nýlegri verðkönnun Neytendasamtakanna á eldsneytisverði á Akureyri kemur fram að bensínverðið er lægst hjá Orkunni, þar sem líterinn af 95 oktana bensíni kostar 105,5 krónur. Orkan selur hins vegar líterinn á 103,7 krónur í Hafnafirði og 102,7 krónur í Hveragerði.

Geir stýrði fundi

Geir H. Haarde fjármálaráðherra stýrði í gær óformlegum samráðsfundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í New York í gær í tilefni allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Geir situr þingið í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra.

Áhöfn Sólbaks svarar fyrir sig

Áhöfnin á Sólbaki EA 7 segir forystumenn sjómanna, skipstjórnenda og vélstjóra draga áhöfnina niður í svaðið, gera lítið úr henni og fullyrða ítrekað að áhöfninni hafi verið stillt upp við vegg, með yfirlýsingum sínum um ráðningarsamninga áhafnarinnar.

Missa skammtímavistun í verkfalli

Fötluð börn missa skammtímavist sína á heimilum á vegum svæðisskrifstofa fatlaðra, meðan á kennaraverkfalli stendur. Þau hafa heldur enga skóladagvist. Foreldrar óttast að missa störf sín vegna fjarveru

Velta í Ánanaustum

Fólksbifreið endastakkst og valt nokkrar veltur við hringtorgið í Ánanaustum í vesturborginni laust eftir klukkan 11 í morgun. Þrír ungir menn í bílnum máttu þakka fyrir að stórslasa sig ekki, því að auk þess að lenda á hvolfi skall bíllinn á ljósastaur. Tveir voru fluttir með minniháttar meiðsl á slysadeild en einn slapp ómeiddur.

Áhöfn Sólbaks svarar fyrir sig

Áhöfnin á Sólbaki sakar verkalýðsforingja sína um að draga sig niður í svaðið með harðri gagnrýni á samning hennar við útgerðarfélagið Brim. Áhöfnin telur sig og útgerðina hagnast á stofnun einkahlutafélags um rekstur togarans, en Sjómannasambandið álítur samninginn grafa undan verkalýðshreyfingunni.

Skemmdir á Ólafsfirði

Tuttugu íbúðarhús og lítil virkjun skemmdust í flóðunum á Ólafsfirði í gær. Endanlegt tjón liggur þó ekki ljóst fyrir. Það hefur að mestu stytt upp á Ólafsfirði nú, eftir úrhelli í gær, en þó rigndi fram yfir hádegi.

Auknar kröfur í matvælaiðnaði

Matvælavinnsla er í síauknum mæli að færast úr eldhúsum mötuneyta og heimila til iðnfyrirtækja. Kröfurnar eru miklar, því ekki einungis þarf maturinn að vera fljótlegur heldur líka hollur.

Keyrt á bíllausa daginn

Umferð í Reykjavík minnkaði ekkert í dag á bíllausa daginn. Og þótt Hverfisgatan væri lokuð í tilefni dagsins létu ökumenn sér fátt um finnast og óku eftir henni sem áður.

Verkfall tímaskekkja?

Menn eru almennt sammála um að svo mikið beri á milli deiluaðila að verkfallið verði að líkindum langvinnt. Eftir að launanefnd sveitarfélaga hafnaði tilboði kennara um samning til tíu mánaða á sunnudag er ólíklegt að menn nái saman um skammtímasamning.

Sólveig segir traust enn ríkja

Traust Íslendinga til bandamanna sinna og upplýsinga þeirra um forsendur Íraksstríðsins er ennþá til staðar, segir Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Hún segir það áhyggjuefni hafi forsætisráðherra borist upplýsingar sem gefi ástæðu til að ætla þær upplýsingar rangar.

Deilt um skipun hæstaréttardómara

Skipun í embætti hæstaréttardómara í stað Péturs Hafsteins er þegar orðin umdeild þótt enginn hafi verið skipaður enn. Lögmenn deila þessa dagana bæði um menn og aðferðir.

Telja Jón Steinar hæfastan

Um tíu manna hópur lögmanna finnst Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður ekki njóta sannmælis í umsögn Hæstaréttar og hefur hafið undirskriftarsöfnun meðal lögmanna honum til stuðnings. Sveinn Andri Sveinsson er í hópi lögmannanna og segir hann lögmennskuna hafa verið verðfellda í umsögninni.

Óvíst að Jón Steinar verji Gunnar

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Gunnars Arnar Kristjánssonar fyrrverandi forstjóra SÍF, óskaði eftir annarri fyrirtöku í málinu gegn Gunnari fyrstu vikuna í október þegar fyrir liggur hver verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Þá verður ljóst hvort Jón Steinar verji sjálfur Gunnar Örn en hann er einn umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara.

Tilboð langt yfir áætlun

Tvö tilboð bárust vegna endurbóta og viðbyggingar við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað og eru bæði langt yfir kostnaðaráætlun. 

Ófrísk á spítala eftir sprengingar

Nýliðanámskeið víkingasveitar Ríkislögreglustjóra olli því að ófrísk kona í Þorlákshöfn þurfti að fara á spítala. Verið vara að æfa sprengingar frá hálf fjögur í fyrrinótt til hálf fimm.

Vatnsskemmdir hamla umferð

Vegfarendur um Ólafsfjarðarmúla mega eiga von á töfum næstu daga meðan unnið er að viðgerðum vegna skemmda sem vatnavextir síðustu daga ullu. Þá er óvíst hvernig haga á ferðum stórra flutningabíla um Ólafsfjarðarmúla og verða ökumenn þeirra að hafa samráð við verkstjóra á staðnum.

Aðför að kjörum og samtakamætti

Sú aðgerð Brims að stofna sérstaka útgerð um rekstur togarans Sólbaks og gera áhöfninni að vera utan stéttarfélaga er aðför að skipulögðum vinnumarkaði og umsömdum lágmarkskjörum segir í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands sem fundaði um málið í gær.

Eitt stærsta fíkniefnamál sögunnar

Sex Íslendingar hafa verið handteknir og fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Mikið magn af amfetamíni, kókaíni og LSD fannst í þremur sendingum frá Hollandi. </font /></b />

Einn á slysadeild eftir árekstur

Einn var fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Hólsvegar og Kambsvegar í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 17.30 í gær. Einn var í hvorum bíl. Hinn ökumaðurinn kenndi sér minni meiðsla og ætlaði að fara sjálfur á slysadeild. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru báðir bílarnir óökufærir eftir áreksturinn.

Aftanákeyrslum fjölgar

Árekstrum hefur fjölgað eftir breytingar sem gerðar voru á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í fyrra. Færri virðast þó slasast nú en áður. Langflestir slasast í aftanákeyrslum. Forvarnarfulltrúi Sjóvár-almennra vill mislæg gatnamót sem fyrst. </font /></b />

Flugslys í Reykjavík

Á morgun hefst á Reykjavíkurflugvelli flugslysaæfing sem stendur fram á sunnudaginn 26. september. Æfð verða viðbrögð við því þegar flugvél með 90 manns innanborðs hlekkist á við austurenda flugvallarins. Slysið verður sviðsett á laugardaginn.

Áhöfn ósátt við ummæli

Áhöfn Sólbaks EA-7 segir í yfirlýsingu að með orðum sínum geri forystumenn samtaka sjómanna, skipstjórnenda og vélstjóra, lítið úr áhöfn Sólbaks.

Geir ávarpar allsherjarþingið

Geir H. Haarde fjármálaráðherra kemur nú í stað Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra við almenna umræðu 59. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York.

Samstarf við írsk flugmálayfirvöld

Ritað hefur verið undir nýtt samkomulag um undirbúning samstarfs flugmálastjórna Írlands og Íslands um fjarskiptaþjónustu á Norður-Atlantshafi. Nýtt hlutafélag hefur verið stofnað til að taka við öllum rekstri flugfjarskiptamiðstöðvarinnar í Gufunesi.

Stál í stál

Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag. Kennarar lögðu fram sáttatillögu sem þeir töldu hafa 16 prósenta kostnaðarhækkun í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga taldi hækkunina nær 24 prósentum.

Illskiljanleg kjaradeila

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri segir að upp sé komin mjög erfið staða í viðræðum kennara og sveitarfélaga. ,,Það ber mikið á milli aðila og ég tel að það sé ógjörningur fyrir sveitarfélögin að verða við kröfum kennara. Það bætir ekki úr skák að umræðan um kröfugerðina er illskiljanleg venjulegu fólki."

BUGL sækir um undanþágu

Um tíu undanþágubeiðnir vegna yfirstandandi kennaraverkfalls höfðu borist svokallaðri undanþágunefnd í gær, að sögn Þórörnu Jónasdóttur fulltrúa Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands í nefndinni. Sótt hefur verið um undanþágu vegna þeirra nemenda sem dvelja á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut og fá kennslu frá Brúarskóla.

Tugir fatlaðra barna án vistunar

Um 75 fötluð börn, sem stunda nám í Öskjuhlíðarskóla eru á köldum klaka í yfirstandandi kennaraverkfalli. Þau fá enga skóladagvist og geta ekki farið í sameiginlega gæslu. Verkfallið veldur miklu róti í lífi fötluðu nemendanna. </font /></b />

Aukin óvissa frístundaheimila

Færri börn skiluðu sér inn á frístundaheimili borgarinnar á fyrsta degi verkfalls kennara. Soffía Pálsdóttir, fræðslustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segir það valda ugg þar sem frístundaheimilin leiti starfsfólks til að bjóða þeim 100 börnum sem eru á biðlista pláss.

Verðir í Valsheimilinu

Verkfallsverðir kennara fóru í alla skóla á höfuðborgarsvæðinu í gær til að kanna hvort þar væri unnið í trássi við verkfall grunnskólakennara. Þá heimsóttu þeir einnig tuttugu fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík, þar á meðal leikjanámskeið KB banka í Valsheimilinu.

Þónokkur dæmi um verkfallsbrot

Trúnaðarmenn grunnskólakennara hafa bent Landsstjórn um verkfallsaðgerðir á þónokkur dæmi um hugsanleg verkfallsbrot í kennaraverkfallinu en verkfallsstjórn metur skipulagt skólastarf á vegum fyrirtækja og stofnana sem brot.

Aurskriða við Ólafsfjarðarmúla

Aurskriða féll á veginn um Ólafsfjarðarmúla í ausandi vatnsveðri sem geisaði þar um slóðir í nótt og er vegurinn lokaður. Enginn varð fyrir skriðunum og er búist við að vegagerðarmenn ljúki við að hreinsa veginn innan stundar.

Sprengdu núgildandi samninga

Áhöfnin á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagið Brim hafa sprengt núgildandi samninga sjómanna og útvegsmanna með því að stofna einkahlutafélag um útgerð skipsins. Þetta er gert í trássi við vilja samtaka sjómanna en með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins.

Rafmagnslaust í Skeifuhverfi

Rafmagnslaust varð í Skeifuhverfi og víðar á tíunda tímanum þegar grafið var í háspennustreng í Skeifunni. Unnið er að því að koma rafmagni á með öðrum leiðum og vonast er til að allir verði búnir að fá rafmagn innan tíðar.

Fékk ekki að leggjast að bryggju

Stórt skemmtiferðaskip, fullt af farþegum, fékk ekki að leggjast strax að bryggju í Reykjavík í gærdag þar sem viðeigandi skjöl varðandi svonefnda hafnarvernd gegn hryðjuverkum höfðu ekki borist Landhelgisgæslunni í tæka tíð fyrir komu skipsins.

Hálfu tonni af humri stolið

Fimm hundruð kílóum af humri var stolið úr frystigeymslu í sjöstjörnuhúsunum við Hafnarbakka í Njarðvík um helgina og er áætlað verðmæti þýfisins um ein milljón króna. Eigandinn varð þjófnaðarins var í gærmorgun og er ekkert vitað hvenær um helgina innbrotið hefur verið framið.

Undanþágubeiðnir vegna verkfalls

Um tíu undanþágubeiðnir hafa borist vegna verkfalls grunnskólakennara, bæði frá einstaklingum og skólum. Svo virðist sem bið verði á svörum þar sem ekki hefur tekist að koma saman svokallaðri undanþágunefnd.

Réttarhöld hefjast 18. október

Réttarhöld í líkfundarmálinu hefjast 18. október í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómurinn hafnaði í dag kröfu verjenda um að ákæruvaldið aflaði sjúkraskýrslna frá Litháen um hinn látna, Vaidas Jusevicius.

Aðför að stéttarfélögum landsins

Formaður Sjómannasambandsins segir að samningur áhafnarinnar á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagsins Brims, um stofnun einkahlutafélags um rekstur skipsins til að sniðganga kjarasamninga, sé aðför að stéttarfélögum í landinu. 

Grípur ekki til aðgerða

Verkfallanefnd grunnskólakennara hefur ákveðið að grípa ekki til aðgerða að sinni vegna meintra verkfallsbrota þar sem önnur verkefni þyki brýnni.

Sjá næstu 50 fréttir