Innlent

Danir kynna sér Alþingi

Hluti forsætisnefndar danska þingsins hefur verið í vinnuheimsókn hér á landi síðan á þriðjudag í boði forseta Alþingis. Í heimsókninni hefur nefndin rætt við forsætisnefnd Alþingis, fulltrúa þingflokka og átt fundi bæði með forseta Íslands og forsætisráðherra. Þá hefur hún hitt fulltrúa skrifstofu Alþingis og kynnt sér skipulag og starfsemi þingsins, og skoðað handritasýninguna í Þjóðmenningarhúsinu ásamt því að heimsækja Þingvelli. Nefndin fer í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×