Innlent

Forsætisráðherra fær lesefni

Femínistafélag Íslands afhenti nýjum forsætisráðherra hjólbörufylli af lesefni um jafnréttismál í gær sem félagið telur mikilvægt að hann kunni góð skil á, tileinki sér og miðli til þjóðarinnar. Forsætisráðherra sagðist hafa lesið eitthvað af bókunum en meðal þeirra var að finna sagnfræðirannsóknir, ævisögur, frásagnir og fæðingarsögur, meðal annars bækurnar "Píkutorfan" og "Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð". Þá var Halldóri afhent gjafabréf fyrir ríkisstjórnina fyrir ókeypis jafnréttisnámskeiði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×