Innlent

Þing Neytendasamtakanna hefst

Lögð verður fram ítarleg tillaga í stefnumótun í neytendamálum næstu tvö árin á þingi Neytendasamtakanna sem hefst á Grand hóteli í dag. Þingið hefst klukkan þrjú síðdegis með ávarpi Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Þing Neytendasamtakanna er haldið á tveggja ára fresti og lýkur því á morgun þegar kosið verður í stjórn samtakanna. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, er sjálfkjörinn sem formaður til næstu tveggja ára þar sem ekkert mótframboð barst. Á meðal þess sem rætt verður um á þinginu er stofnun embættis umboðsmanns neytenda. Jóhannes segir að hápunktur þingsins verði á morgun þegar Hagen Jörgensen, umboðsmaður neytenda í Danmörku, flytji erindi um það hvers vegna neytendur þurfi sjálfstætt embætti umboðsmanns neytenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×