Innlent

Málnotkun í auglýsingum verðlaunuð

Íslensk málnefnd hefur ákveðið að veita viðurkenningu fyrir íslenska málnotkun í auglýsingum. Óskað er eftir ábendingum frá almenningi um góð einkunnarorð eða orðasambönd sem notuð eru í nýjum og nýlegum auglýsingum á prenti, í vefmiðlum, útvarpi eða sjónvarpi. Til greina koma hvers kyns auglýsingar þar sem möguleikar íslensks máls eru nýttir á sérlega snjallan og smekklegan hátt í einkunnarorðum eða orðasamböndum. Stefnt er að því að veita viðurkenninguna 20. nóvember á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar, sem verður haldið undir merkjum dags íslenskrar tungu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×