Innlent

Kjör kennara til skammar

Flokksfélag Vinstri grænna í Kópavogi hefur samykkt ályktun þar sem hvatt til þjóðarsáttar um kjarabætur til handa kennurum. "Flokksfélagið harmar að til verkfalls hafi komið og skorar á deiluaðila að komast að samkomulagi hið allra fyrsta," segir í ályktuninni. "Kjör kennara eru til skammar í okkar þjóðfélagi á sama tíma og sífellt meiri ábyrgð er velt yfir á stéttina. Foreldrar og samfélag gera kröfur um góða skóla og þá verða kjör starfsfólksins að vera í samræmi við kröfurnar. Stjórn VG í Kópavogi skorar á stjórnvöld sveitarstjórna og landsmála að taka höndum saman með verkalýðsfélögum um nýja þjóðarsátt. Þjóðarsátt um réttlát laun til handa kennurum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×