Innlent

Kajak farar langt komnir

Fjórmenningarnir sem róa kajak bátum eftir austurströnd Grænlands að vesturströndinni eru tæplega hálfnaðir á leið sinni. Reynir Jóhannesson, Friðgeir Jóhannesson, Baldvin Kristjánsson og Halldór Sævar Guðbergsson lögðu af stað 29. júlí í áheitaleiðangur til styrktar Blindrafélaginu, en Friðgeir er blindur. Þeir hafa nú róið 421 kílómetra og eru tæplega hálfnaðir á leið sinni. Ferðin sækist vel og er áhugasömum bent á vefsíðuna internet.is/leidangur þar sem lesa má dagbókarfærslur sæfaranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×