Innlent

Mikill viðbúnaður á Menningarnótt

;Dagskráin sem haldin er undir heitinu Menningarnótt spannar allt að sólarhring, að minnsta kosti hjá lögreglunni," segir Karl Steinar Valsson hjá lögreglunni í Reykjavík. Gert er ráð fyrir miklum mannfjölda á Menningarnótt og verður umtalsverður viðbúnaður hjá lögreglunni. Karl Steinar segir ljóst að umferðartafir verði miklar þennan sólarhring. Settar verði talsverðar takmarkanir og lokanir, mest á svæði 101, vegna maraþonsins, dagskrárliða og mikils mannfjölda. "Við hvetjum fólk til að nota almenningssamgöngur. Fólk mun ekki geta keyrt frá heimili sínu að þeim stað sem það ætlar á og því er eins gott að skilja bílinn eftir heima," segir Karl Steinar. Lögregla og slökkvilið verða saman með aðstöðu á Sölvhólsgötu fram yfir miðnætti á Menningarnótt. Þangað getur fólk leitað þarfnist það hjálpar lögreglu. Karl segir lögregluþjóna reyna að taka mið af reynslu undanfarna ára. Þeir séu ekki fullnema en reyni að gera eins vel og þeir geti. Karl Steinar segir ýmsar stofnanir og félög standa að áróðri vegna unglingadrykkju. Fólk sé hvatt til að líta á Menningarnótt sem fjölskylduskemmtun, vera með börnunum sínum og axla ábyrgð á sinni fjölskyldu. Þó verði hópar á rölti um bæinn sem munu grípa inn í sjái þeir dauðadrukkna unglinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×