Innlent

Tvöföldun Hallsvegar skipulagsslys

Grafarvogsbúar eru margir ósáttir við tvöföldun Hallsvegar og tengingu nýs hverfis við Sundabraut um hann. Þetta þýðir 60 þúsund bíla umferð á sólarhring í gegnum skipulagt hverfi, og er skipulagsslys, segir einn íbúanna. Í forsendum skipulags íbúðabyggðar í Úlfarsfelli er gert ráð fyrir að Hallsvegur verði tvöfaldaður og tengi hið nýja hverfi við Sundabraut. Þetta gæti þýtt það að 60 þúsund bílar keyri brautina á sólarhring. Jón H Sigurðsson, íbúi í Garðhúsum í Grafarvogi segir brautina skipta Grafarvogi í tvennt og telur að um skipulagsslys sé að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×