Innlent

Sjö vilja vera ráðuneytisstjórar

Sjö sóttu um embætti ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, umsóknarfrestur rann út 10. ágúst. Þeir sem sóttu um eru: Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, búsett í Reykjavík, Gylfi Kristinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, búsettur í Reykjavík, Helga Jónsdóttir, borgarritari, búsett í Kópavogi, Hermann Sæmundsson, settur ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, búsettur í Reykjavík, Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri miðborgar Reykjavíkur, búsett í Reykjavík, Ragnhildur Arnljótsdóttir, fulltrúi félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel, búsett í Brussel og Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur, búsettur í Reykjavík  Skipað verður í embættið til fimm ára frá og með 1. september 2004.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×