Innlent

Samningur í kjaradeilu

Samið hefur verið í kjaradeilu Sólheima í Grímsnesi og um þrjátíu starfsmanna Sólheima sem eru í stéttarfélaginu Bárunni á Árborgarsvæðinu. Hinn nýi samningur verður kynntur starfsfólki næstkomandi föstudag. Kjarasamningur fólksins, sem starfar meðal annars við aðhlynningu og almenn verkamannastörf, til að mynda garðyrkju og fleira, runnu út um síðustu áramót. Formlegar samningaviðræður hófust í byrjun maí og deilunni var vísað til sáttasemjara í júní



Fleiri fréttir

Sjá meira


×