Innlent

Furðar sig á ummælum

"Ég skil ekki hvað þeir eru að rugla," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra um þær fullyrðingar að stjórnvöld hafi svikið loforð um að veiðiheimildir annarra myndu ekki skerðast vegna innkomu smábáta í kvótakerfið. Aðstaða hans leyfir þó ekki að hann ræði málið frekar. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda sagði í Fréttablaðinu á laugardag að því hefði verið lofað á æðstu stöðum að kvóti smábáta yrði ekki tekinn af öðrum kvóta. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur reiknað út að skerðing annarra vegna innkomu smábáta nemi sjö prósentum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×