Innlent

Skemmdarverk í Ólafsfirði

Hluti húsa í Ólafsfirði varð kaldavatnslaus á sunnudag eftir að skrúfað var fyrir rennsli í vatnsleiðslum úr Burstabrekkudal. Víða fylltust síur af leir og drullu auk þess sem vandkvæði voru með þvottavélar. Kristinn Hreinsson, bæjarritari í ÓIafsfirði, segir að málið hafi verið kært til lögreglu sem skemmdarverk og verði rannsakað sem sakamál. Hann segir að ekki hafi verið hætta á ferðum, til dæmis ef einhver hefði verið í sturtu þegar kalda vatnið hvarf, þar sem heita vatnið sé ekki mjög heitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×