Fleiri fréttir

Löng bið á bráðamóttöku og þung staða á Landspítala

Landspítali vekur athygli á því að mikið álag er núna á spítalanum, sérstaklega á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Þetta segir í tilkynningu frá Landspítalanum.

Menningarnótt aflýst

Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 

Aðeins einn smitaðra heimilismanna með einkenni

Tveir heimilismenn Grundar sem greindust með Covid-19 losna úr einangrun í vikulok. Hvorugur hefur fundið fyrir einkennum. Fyrr í vikunni greindust tveir smitaðir á Minni-Grund og er annar einkennalaus en hinn „með nokkur einkenni“.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við frá áformum stjórnvalda um að finna leiðir til að þjóðin geti lifað með kórónuveirufaraldrinum. Þá varar lögreglan á Suðurnesjum fólk við að ganga út á nýtt hraun á Reykjanesi eins og brögð hafi verið af.

Hundrað og sextán greindust smitaðir í gær

Alls greindust 116 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn fjölgar í einangrun þar sem eru nú 1329 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er 1941 í sóttkví.

Danskur prestur í fimmtán ára fangelsi fyrir hrottalegt morð

Sóknarprestur í Danmörku hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína. Presturinn, Thomas Gotthard, játaði í dómsal í Hillerød í gær að hafa skipulagt morðið og losað sig við líkið að verkinu loknu.

Ræningjarnir yfirgáfu skipið

Vopnaðir menn sem fóru um borð í olíuflutningaskip undan ströndum Óman í gær, yfirgáfu skipið Sjóher Bretlands tilkynnti þetta í morgun og var skipinu siglt í átt að Óman skömmu seinna.

Metumferð um Hringveginn

Umferð um Hringveginn jókst um nærri sex prósent í júlí síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Met var slegið í mánuðinum en umferðin reyndist 2,3 prósentum meiri en í júlí 2019 þegar fyrra met var sett.

„Við erum á krossgötum“

Sigurður Ingi Jóhannesson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir stjórnvöld vera að meta hvernig þjóðin geti lifað með kórónuveirufaraldrinum. Hann segir Íslendinga nú vera á krossgötum í kórónuveirufaraldrinum.

Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku

Geimskoti geimfars Boeing, Starliner, hefur verið frestað enn eina ferðina og það þrisvar sinnum á einni viku. Geimskotinu var frestað í gær þegar ákveðinn galli kom upp og stóð til að gera aðra tilraun í dag. Í nótt var einnig hætt við hana og Starliner fjarlægt af skotpalli.

Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna

Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn.

Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands.

Auknar líkur á eldingum í skúraveðrinu

Í dag og fram til föstudags er útlit fyrir hæga breytilega átt víðast hvar um landið. Skýjað verður að mestu og skúrir en auknar líkur eru á eldingum í skúraveðrinu.

Góð ráð til að þrífa flugur af bílum

Nú þegar verslunarmannahelgin er liðin þá er gott að huga að því hvernig bíllinn er að koma undan helginni. Eru líkamsleifar flugna það eina sem sést þegar bíllinn er skoðaður. Myndin hér að ofan er af bíl blaðamanns eftir að hafa ekið um Mývatnssveit um helgina.

Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar

Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar.

Hlaut heilahristing eftir fjögurra manna vespurúnt

Umferðarslys varð í Kópavogi seint í gærkvöldi þegar ökumaður vespu missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún fór á hliðina. Á vespunni voru fjórir 14 ára drengir og aðeins einn með hjálm.

Biden hvetur Cuomo til að segja af sér

Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag.

Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum

Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst.

„Maður getur bara verið alveg eins og maður er”

Litadýrð, gleði og regnbogar eru sem fyrr einkennandi fyrir Hinsegin daga sem voru formlega settir í miðborg Reykjavíkur í dag, þrátt fyrir að engin gleðiganga verði - annað árið í röð.

Opna skimunarstöð fyrir skyndipróf á BSÍ

Skimunarstöð fyrir hraðpróf hefur verið opnuð í húsnæði BSÍ í Reykjavík en hún er sérstaklega ætluð þeim sem ætla úr landi. Um er að að ræða skyndipróf sem framkvæmd eru af einkaaðila en tekin gild á landamærum.

Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna.

Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf

Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi.

Ætla að lyfta upp einkaþotu sem situr föst á Rifi

Vonir standa til að þýsk einkaþota sem festist í slitlagi á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi verði hífð upp á morgun. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan hafa óhappið til rannsóknar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýr tónn er í sóttvarnalækni sem hyggst ekki senda áfram niðurnegldar tillögur um aðgerðir innanlands vegna kórónuveirunnar heldur áhættumat í minnisblaði sínu til ráðherra. Segir hann í höndum stjórnvalda að meta hvaða aðgerðir henti, með tilliti til annarra hagsmuna.

Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi

Aldrei hafa fleiri verið í ein­angrun smitaðir af Co­vid-19 á Ís­landi og ein­mitt í dag. Alls eru 1.304 í ein­angrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í ein­angrun þegar fyrri bylgjur far­aldursins náðu sínum há­punkti.

Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn

Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa.

Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna

Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu.

Bein útsending: Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk

Gengin er í garð hin litríka hátíð hinsegin og alls konar fólks og margt forvitnilegt á dagskrá Hinsegin daga að vanda. Vegna Covid-19 verður takmarkaður sætafjöldi í boði á fræðslufundi en þeim verður streymt á netinu, öllum til ánægju og upplýsingar.

Sjá næstu 50 fréttir