Innlent

Bein útsending: Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Getty

Gengin er í garð hin litríka hátíð hinsegin og alls konar fólks og margt forvitnilegt á dagskrá Hinsegin daga að vanda. Vegna Covid-19 verður takmarkaður sætafjöldi í boði á fræðslufundi en þeim verður streymt á netinu, öllum til ánægju og upplýsingar.

„Þekking og orðfæri innan hinsegin samfélagsins þróast hratt,“ segir um fræðsluerindið Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk. Þar fá áhugasamir tækifæri til að fræðast um „geima og víddir hinseginleikans í afslöppuðu umhverfi þar sem engin spurning er heimskuleg“. 

Það er Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna '78 sem leiðir fræðsluna og mun hún meðal annars fjalla um káin fjögur; kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu.

Viðburðurinn fer fram á íslensku og hefst kl. 15.30. 

Vísir streymir beint frá fundinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×