Opna skimunarstöð fyrir skyndipróf á BSÍ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 19:46 Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR. Vísir/Einar Árnason Skimunarstöð fyrir hraðpróf hefur verið opnuð í húsnæði BSÍ í Reykjavík en hún er sérstaklega ætluð þeim sem ætla úr landi. Um er að að ræða skyndipróf sem framkvæmd eru af einkaaðila en tekin gild á landamærum. Öryggismiðstöðin heldur utan um prófin í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind sem hefur einnig framkvæmt svokallaðar mótefnamælingar. Fyrirtækin halda einnig úti skimunarstöð við Aðalgötu í Reykjanesbæ. „Það hefur verið töluvert að gera. Eins og með allt þá byrjaði þetta rólega og hefur sannarlega sprungið út undanfarna mánuði;“ segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR. AVIÖR er sérstakt svið innan Öryggismiðstöðvarinnar sem sérhæfir sig í sérstakri þjónustu við flugrekstraraðila. Ómar segir prófin ætluð þeim sem þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu á landamærum , en heilsugæslan býður upp á sambærileg próf sem og PCR-próf. „Við ráðleggjum öllum sem sýna einkenni að fara í einkennasýnatöku hjá heilsugæslu, við erum ekki að taka einkennasýnatökur hér,“ segir hann. Fólk fær niðurstöður á fimmtán mínútum. Vísir/Einar Árnason Prófið er svokallað Antigen próf og fást niðurstöður á um fimmtán mínútum. Sóttvarnalæknir hefur haft efasemdir um prófin og segir þau ekki gefa fullkomnar niðurstöður, sérstaklega ef fólk er einkennalaust. Prófin eru hins vegar notuð víða um heim þar sem þau eru til dæmis tekin áður en fólk fer í flug eða á fjölfarna staði. „Þetta er náttúrlega bara aukin afkastageta af hinu góða. Það er mikið ákall eftir þessum prófum alls staðar í samfélaginu þannig að það að opna fleiri staði gefur okkur bara tækifæri til að geta brugðist betur við eftirspurninni,“ segir Ómar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. 27. júlí 2021 19:35 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Öryggismiðstöðin heldur utan um prófin í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind sem hefur einnig framkvæmt svokallaðar mótefnamælingar. Fyrirtækin halda einnig úti skimunarstöð við Aðalgötu í Reykjanesbæ. „Það hefur verið töluvert að gera. Eins og með allt þá byrjaði þetta rólega og hefur sannarlega sprungið út undanfarna mánuði;“ segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AVIÖR. AVIÖR er sérstakt svið innan Öryggismiðstöðvarinnar sem sérhæfir sig í sérstakri þjónustu við flugrekstraraðila. Ómar segir prófin ætluð þeim sem þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu á landamærum , en heilsugæslan býður upp á sambærileg próf sem og PCR-próf. „Við ráðleggjum öllum sem sýna einkenni að fara í einkennasýnatöku hjá heilsugæslu, við erum ekki að taka einkennasýnatökur hér,“ segir hann. Fólk fær niðurstöður á fimmtán mínútum. Vísir/Einar Árnason Prófið er svokallað Antigen próf og fást niðurstöður á um fimmtán mínútum. Sóttvarnalæknir hefur haft efasemdir um prófin og segir þau ekki gefa fullkomnar niðurstöður, sérstaklega ef fólk er einkennalaust. Prófin eru hins vegar notuð víða um heim þar sem þau eru til dæmis tekin áður en fólk fer í flug eða á fjölfarna staði. „Þetta er náttúrlega bara aukin afkastageta af hinu góða. Það er mikið ákall eftir þessum prófum alls staðar í samfélaginu þannig að það að opna fleiri staði gefur okkur bara tækifæri til að geta brugðist betur við eftirspurninni,“ segir Ómar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. 27. júlí 2021 19:35 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag. 27. júlí 2021 19:35