Innlent

Auknar líkur á eldingum í skúraveðrinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gríðarlegar eldingar voru í uppsveitum á Suðurlandi í síðustu viku.
Gríðarlegar eldingar voru í uppsveitum á Suðurlandi í síðustu viku. Sigurður Andri Sigvaldason

Í dag og fram til föstudags er útlit fyrir hæga breytilega átt víðast hvar um landið. Skýjað verður að mestu og skúrir en auknar líkur eru á eldingum í skúraveðrinu.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en gert er ráð fyrir að hiti í vikunni verði á bilinu tíu til sautján stig.

Um helgina líkur skúraveðrinu en útlit fyrir að lægðir nálgist landið á ný með úrkomu á köflum í flestum landshlutum, en úrkomuminna verður norðaustantil.

Veðurhorfur á landinu

Hæg breytileg átt og víða skúrir. Hiti 8 til 17 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag:

Hæg austlæg eða breytileg átt og víða skúrir. Hiti 9 til 16 stig.

Á laugardag:

Breytileg átt 3-8 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið vestantil. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Suðaustlæg átt og súld eða dálítil rigning, einkum austantil. Yfirleitt þurrt á vestanverðu landinu, en þykknar upp og fer að rigna seinnipartinn. Hiti 10 til 18 stig.

Á mánudag:

Suðaustanátt og rigning með köflum, en þurrt NA-lands. Áfram milt í veðri.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.