Fleiri fréttir

Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar

Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar.

Frost allt að fimmtán stig á landinu og illviðri í kortunum

Veðurstofan spáir suðlægri eða breytilegri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu og léttskýjuðu. Þykknar upp vestantil á landinu eftir hádegi og frost þrjú til fimmtán stig þar sem kaldast verður inn til landsins.

Trump einangraður eftir ótrúlega atburðarás

Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington D.C. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. 

Segja ríkisstjórnina ræða að koma Trump frá völdum

Fréttamenn vestanhafs greina nú frá því að óformlegar viðræður hafi átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að þvinga Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti með því að virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Varaforsetinn Mike Pence tæki þá við embætti fram að embættistöku Joe Biden.

Skólastarf fellur niður vegna brunans í Glerárskóla

Skólastarf fellur niður í Glerárskóla á Akureyri í fyrramálið vegna elds sem upp kom kjallara skólans fyrr í kvöld. Eldurinn olli rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins sem gerði það að verkum að viðbragðstími slökkviliðsins var lengri en ella þar sem dyr slökkvistöðvarinnar eru rafknúnar og því þurfti að ná dælubílum út með öðrum ráðum.

Starfsmannastjóri Melaniu segir af sér

Stephanie Grisham, fyrrum samskiptastjóri Hvíta hússins og starfsmannastjóri Melaniu Trump, hefur sagt af sér vegna atburðanna í þinghúsinu í kvöld. Þetta hefur CNN eftir heimildarmanni innan Hvíta hússins.

Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna

Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið.

Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma

Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim.

Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng

Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum.

Gat ekki gengið að kröfum Trump

Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta.

„Þið verðið að fara heim núna“

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum

„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu.

Ráðist inn í þinghúsið: Atburðarásin í myndum

Sameiginlegur þingfundur beggja deilda bandaríska þingsins hófst með hefðbundnum hætti um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Þingið var samankomið til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum vestanhafs en áður höfðu nokkrir þingmanna Repúblikanaflokksins í báðum deildum greint frá því að þeir hygðust andmæla.

Konan sem var skotin í þinghúsinu lést

Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld.

85 ára með beinar útsendingar frá Lírukassanum sínum

Jóhann Gunnarsson, áttatíu og fimm ára íbúi í Hveragerði lætur ekki deigan síga þó hann geti ekki spilað á lírukassann sinn opinberlega vegna heimsfaraldursins því í staðinn hefur hann boðið upp á beinar útsendingar frá tónleikum sínum í gegnum Facebook.

Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið

Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna.

Kalla eftir skýrari svörum: Óvissa ofan á alla aðra óvissu

Yfir þrjátíu þúsund manns sem eru sjötíu ára og eldri verða bólusettir næst þar sem sóttvarnalæknir hefur breytt forgangsröðun í bólusetningu. Ungur maður með taugahrörnunarsjúkdóm segir vanta betri skilgreiningu á áhættuhópum enda mikilvægt að eyða óvissu hjá fólki sem hefur verið lengi í einangrun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Yfir þrjátíu þúsund manns sem eru sjötíu ára og eldri verða bólusettir næst þar sem sóttvarnalæknir hefur breytt forgangsröðun í bólusetningu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við ungan mann með taugahrörnunarsjúkdóm sem kallar eftir betri skilgreiningu á áhættuhópum.

„Ég bjóst við sakfellingu“

Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans.

Gerðu hróp að Romney á leið til Washington

Stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta veittust að samflokksbróður hans Mitt Romney, fyrir og í flugi frá Salt Lake City til Washington. Romney er meðal sárafárra repúblikana sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir framgöngu hans síðustu misseri.

Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi

Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar.

Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu

Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið.

Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu

Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Ekkert lát á ofbeldisverkum gegn blaðamönnum

Á árinu 2020 voru 50 blaðamenn myrtir. Í skýrslu Fréttamanna án landamæra kemur fram að í 84 prósentum tilvika hafi blaðmennirnir sem féllu í fyrra verið vísvitandi skotmark.

Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna

Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna.

Fyrstu smitin á Norðurlandi eystra í tæpan mánuð

Tveir eru nú með virka kórónuveirusýkingu á Norðurlandi eystra en fjórðungurinn hefur verið veirulaus síðan 12. desember. Þeir smituðu greindust við landamæraskimun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Sementsverksmiðjan harmar rykmengunina

Mannleg mistök urðu til þess að síló við Sementsverksmiðjuna á Akranesi yfirfylltist við uppskipun aðfaranótt 5. janúar, með þeim afleiðingum að sementsryk þyrlaðist upp og settist á götur, hús og bifreiðar í nágrenninu.

Skutu flugeldum á endurnar á Tjörninni

Íbúum við Tjörnina er brugðið en ungir menn hafa sést þar við þann ljóta leik að kveikja á flugeldum og kínverjum og beina að fuglalífi sem þar er.

Ossoff lýsir yfir sigri en fjölmiðlar bíða enn

Jon Ossoff, annar frambjóðenda Demókrataflokksins í aukakosningum Georgíu um tvo sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst yfir sigri. Það gerði hann þó fjölmiðlar vestanhafs og sérfræðingar hafi ekki tekið sama skref og spáð honum sigri. Enn er mjög naumur munur milli hans og mótframbjóðanda hans, David Perdue.

Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi

Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum.

Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst

Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars.

„Líklega verða börn oftar send heim“

Fyrirséð er að þjónusta í leikskólum muni skerðast við útfærslu styttingar vinnuvikunnar því viðbótarfjármagn fylgir ekki með framkvæmdinni. Líklega verða börn oftar send fyrr heim vegna svokallaðrar fáliðunarstefnu. Þetta segir formaður Félags stjórnenda leikskóla.

Sjá næstu 50 fréttir