Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Yfir þrjátíu þúsund manns sem eru sjötíu ára og eldri verða bólusettir næst þar sem sóttvarnalæknir hefur breytt forgangsröðun í bólusetningu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við ungan mann með taugahrörnunarsjúkdóm sem kallar eftir betri skilgreiningu á áhættuhópum.

Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greitt á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegn um forrit í símanum. Rætt verður við yfirmann kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fréttatímanum.

Einnig verður fjallað um þann mikla fjölda fólks sem greinist smitað á landamærunum og rætt við yfirmann smitrakningateymis almannavarna um eftirlit með þeim sem eru í einangrun og sóttkví.

Við heimsækjum líka 85 ára íbúa í Hveragerði sem býður upp á beinar útsendingar frá tónleikum sínum þar sem hann spilar á lírukassa.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.