Innlent

Sementsverksmiðjan harmar rykmengunina

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Rykinu skolað burt á Skaganum.
Rykinu skolað burt á Skaganum. Vísir/Vilhelm

Mannleg mistök urðu til þess að síló við Sementsverksmiðjuna á Akranesi yfirfylltist við uppskipun aðfaranótt 5. janúar, með þeim afleiðingum að sementsryk þyrlaðist upp og settist á götur, hús og bifreiðar í nágrenninu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sementsverksmiðjunni en fyrirtækið segist harma óþægindin sem nágrannar þess urðu fyrir vegna atviksins. 

Undir tilkynninguna ritar Gunnar H. Sigurðsson framkvæmdastjóri.

Vísir/Vilhelm

„Sement sem fyrirtækið flytur inn er náttúrulegt efni án eiturefna. Rykið sem barst út í umhverfi verksmiðjunnar ógnaði ekki heilsu fólks en getur ef ekkert er að gert valdið skemmdum á munum og byggingum.

Starfsfólk Sementsverksmiðjunnar hefur frá því í gær unnið í samvinnu við íbúa, Slökkviliðið, Veitur og aðra aðila að því að hreinsa fljótt og vel upp vettvang og eignir fólks til að varna skemmdum og forða frekari óþægindum. Sú vinna gekk vel og fyrirtækið vill koma á framfæri þökkum til allra sem að komu fyrir ötult starf og skjót viðbrögð,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að fyrirtækið starfi samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum öryggis- og gæðastöðlum og atvikið samræmist ekki stefnu eða vilja eigenda þess.

„Fyrirtækið biður því alla þá sem fyrir óþægindum urðu velvirðingar og mun gera það sem í valdi þess stendur til að tryggja að óhapp af þessu tagi endurtaki sig ekki.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.