Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2021 16:04 Valtýr Stefánsson Thors sérfræðingur í smitsjúkdómum barna er höfundur leiðbeininganna ásamt Ásgeiri Haraldssyni, prófessor í barnalækningum. Vísir/Arnar Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. Þetta kemur fram í leiðbeiningum Ásgeirs Haraldssonar prófessors í barnalækningum og Valtýs Stefánssonar Thors, sérfræðings í smitsjúkdómum barna, um bólusetningar barna sem birtar voru á vef Landspítalans í gær. Ásgeir og Valtýr telja mikilvægt að hafa hugfast að börn smitast síður en fullorðnir og verða síður alvarlega veik. Birtar rannsóknir á virkni og aukaverkunum bóluefna gegn veirunni hafi ekki enn tekið til barna nema í afar takmörkuðum mæli. Þá sé eina bóluefnið sem hlotið hafi leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) bóluefni Pfizer, sem ekki er skráð fyrir börn. Í dag, eftir að yfirferðin var birt, hefur EMA einnig samþykkt bóluefni Moderna, sem ekki er heldur skráð fyrir börn. „Því er erfitt að setja fram ráðleggingar varðandi bólusetningar á börnum þar sem gögn liggja ekki fyrir. Færa má rök fyrir því að ekki sé brýn nauðsyn þess að bólusetja börn snemma þar sem þau sýkjast síður en fullorðnir. Hins vegar eru hópar barna með alvarlega sjúkdóma sem þarf að vernda. Dæmið er því snúið,“ segja Ásgeir og Valtýr. Heimilisfólk alvarlega veikra barna ætti að vera í forgangi Almennt sé ekki ráðlegt að bólusetja börn að svo stöddu. Þeir setja þó fram vangaveltur varðandi bólusetningu barna við tilteknar aðstæður. Þannig mætti flokka ungmenni sextán ára og eldri, með skilgreinda áhættuþætti, sem fullorðna og bólusetja sem slíka. Þá telja þeir að heimilisfólk barna yngri en sextán ára, með alvarlega sjúkdóma og sem þarfnast mikillar umönnunar foreldra, ætti að vera í forgangshópi fyrir bólusetningu til að vernda barnið. Ábyrgð framleiðenda nær ekki til bólusetningarinnar Börn í áhættuhópi á aldrinum fimm til fimmtán ára telja þeir að gætu komið til greina í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar meiri reynsla er komin á bóluefnið. „Þetta gildir þá nánast eingöngu um börn þar sem sýkingar gætu verið lífshótandi vegna áðurnefndra áhættuþátta. Ábyrgð framleiðanda tekur þó ekki til slíkra bólusetninga,“ segja Ásgeir og Valtýr. Þessar leiðbeiningar verði „að sjálfsögðu“ endurskoðaðar þegar frekari gögn um bólusetningar barna berist og fleiri bóluefni hljóta leyfi lyfjastofnana. Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi fyrir bólusetningu hér á landi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Þetta kemur fram í leiðbeiningum Ásgeirs Haraldssonar prófessors í barnalækningum og Valtýs Stefánssonar Thors, sérfræðings í smitsjúkdómum barna, um bólusetningar barna sem birtar voru á vef Landspítalans í gær. Ásgeir og Valtýr telja mikilvægt að hafa hugfast að börn smitast síður en fullorðnir og verða síður alvarlega veik. Birtar rannsóknir á virkni og aukaverkunum bóluefna gegn veirunni hafi ekki enn tekið til barna nema í afar takmörkuðum mæli. Þá sé eina bóluefnið sem hlotið hafi leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) bóluefni Pfizer, sem ekki er skráð fyrir börn. Í dag, eftir að yfirferðin var birt, hefur EMA einnig samþykkt bóluefni Moderna, sem ekki er heldur skráð fyrir börn. „Því er erfitt að setja fram ráðleggingar varðandi bólusetningar á börnum þar sem gögn liggja ekki fyrir. Færa má rök fyrir því að ekki sé brýn nauðsyn þess að bólusetja börn snemma þar sem þau sýkjast síður en fullorðnir. Hins vegar eru hópar barna með alvarlega sjúkdóma sem þarf að vernda. Dæmið er því snúið,“ segja Ásgeir og Valtýr. Heimilisfólk alvarlega veikra barna ætti að vera í forgangi Almennt sé ekki ráðlegt að bólusetja börn að svo stöddu. Þeir setja þó fram vangaveltur varðandi bólusetningu barna við tilteknar aðstæður. Þannig mætti flokka ungmenni sextán ára og eldri, með skilgreinda áhættuþætti, sem fullorðna og bólusetja sem slíka. Þá telja þeir að heimilisfólk barna yngri en sextán ára, með alvarlega sjúkdóma og sem þarfnast mikillar umönnunar foreldra, ætti að vera í forgangshópi fyrir bólusetningu til að vernda barnið. Ábyrgð framleiðenda nær ekki til bólusetningarinnar Börn í áhættuhópi á aldrinum fimm til fimmtán ára telja þeir að gætu komið til greina í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar meiri reynsla er komin á bóluefnið. „Þetta gildir þá nánast eingöngu um börn þar sem sýkingar gætu verið lífshótandi vegna áðurnefndra áhættuþátta. Ábyrgð framleiðanda tekur þó ekki til slíkra bólusetninga,“ segja Ásgeir og Valtýr. Þessar leiðbeiningar verði „að sjálfsögðu“ endurskoðaðar þegar frekari gögn um bólusetningar barna berist og fleiri bóluefni hljóta leyfi lyfjastofnana. Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi fyrir bólusetningu hér á landi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52
Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51
Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34