Fleiri fréttir

Genin ráða hvenær lax snýr aftur

Nature birtir rannsókn sem sýnir að lengd sjávardvalar Atlantshafslaxins er arfgeng. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að vernda stórlax. Mikil stórlaxagengd í byrjun sumars er sett í samhengi við átak um að leyfa stórlaxi að lifa.

Flugumferðarstjóri segist útlægur frá Isavia

Flugumferðarstjóri sem var sagt upp störfum á ólögmætan hátt á ekki afturkvæmt í stéttina hér á landi. Var sagt upp eftir að hann kvartaði undan einelti á vinnustað. Hefur sótt um störf hjá Isavia í fjögur ár án árangurs.

Myrti lögreglumann við heimili hans

Eftir ódæðið ruddist árásarmaðurinn inn á heimili lögreglumannsins og tók þar sambýliskonu hans í gíslingu og barn þeirra.

Verða að vinna yfirvinnu

"Maður leiðir hugann að því hvort það sé virkilega komin upp sú staða að þessi stétt geti ekki haldið uppi þjónustu án þess að þeir vinni yfirvinnu. Ef þeir geri það ekki sé almannahagsmunum stefnt í hættu,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um þá staðreynd að Alþingi hafi staðfest með lagasetningu sinni að það varði almannahagsmuni ef flugumferðarstjórar vinna ekki yfirvinnu.

Dorg og skrímslarusl eru meðal hugmynda

Metaðsókn hefur verið á nýjan hugmyndavef Reykjavíkurborgar. Hugmyndir um framkvæmdir og viðhald í hverfum borgarinnar streyma inn. Framkvæmt verður fyrir 450 milljónir og borgarar kjósa milli hugmynda í nóvember.

Áður heilbrigðir eru greindir geðsjúkir

"Margir sem voru áður álitnir heilbrigðir eru nú greindir geðsjúkir,“ segir Allen Frances, heimsþekktur bandarískur geðlæknir. Hann er kominn hingað til lands og ræðir um ofgreiningar og ofneyslu geðlyfja.

Voru fastir úti á rúmsjó í rúma tvo sólarhringa

Togarinn, öflugt dráttarskip sem hingað kemur frá Spáni, þurfti á hjálp björgunarskips að halda á siglingunni til Íslands. Skipið fékk net í skrúfuna og var stopp. Hjálparskip var sent frá Bretlandi.

Byssueignin er vandamálið vestanhafs

Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf.

Fylgi við Andra og Höllu eykst

Guðni Th. Jóhannesson mælist með 4,6 prósentum minna fylgi í nýrri könnun en hann gerði fyrir viku. Er þó enn með langtum meira fylgi en aðrir frambjóðendur. Bæði Andri Snær og Halla bæta við sig fylgi.

Ráðgjöf Hafró leyfir veiði á 224 hrefnum á ári

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er að árlegar veiðar á hrefnu næstu þrjú árin, 2016 til 2018, verði ekki meiri en 224 dýr á íslenska landgrunnssvæðinu, eins og segir í skýrslu stofnunarinnar um ástand nytjastofna á Íslandsmiðum 2015/2016 og aflahorfur fiskveiðiárið 2016/2017.

Jón Hákon á þurrt um næstu helgi

Aðgerðir við að sækja Jón Hákon BA 60 af hafsbotni eru í fullum gangi. Reiknað er með að báturinn komist á flot um næstu helgi takist allt vel.

Lærðu að mæla magn C-vítamíns og þykkt hára

Ungmenni sem taka þátt í Háskóla unga fólksins reyndu í dag að átta sig á með hjálp vísindanna hversu mikið C-vítamín er í freyðitöflum og hvernig hægt er að mæla þykkt hára.

Sjá næstu 50 fréttir