Innlent

Leituðu Bandaríkjamanns á Snæfellsjökli

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgunarsveitir á Vesturlandi tóku þátt í leitinni.
Björgunarsveitir á Vesturlandi tóku þátt í leitinni. Vísir/Pjetur
„Við erum bara rétt að byrja. Útkallið barst bara fyrir tuttugu til þrjátíu mínútum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um leit björgunarsveita á Vesturlandi að Bandaríkjamanni sem er talinn týndur á Snæfellsjökli.

„Við erum bara rétt að koma saman til að skipuleggja þetta. Við eigum eftir að fá grunnupplýsingar til að skipuleggja okkur,“ segir Jónas.

Fréttin verður uppfærð þegar nýjar upplýsingar berast af leitinni. 

Uppfært 17.50: Maðurinn er fundinn heill á húfi. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að maðurinn hafi verið á göngu að leita tjalds síns og félaga síns, sem hann varð viðskila við um hádegisbil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×