Innlent

Íbúum fjölgar statt og stöðugt í Árborg

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Árborgar.
Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Árborgar. vísir/mhh
„Fjölgunina má eflaust skýra með ýmsum þáttum. Ég tel þó að það hve húsnæðisverð er hagstætt hér miðað við höfuðborgarsvæðið skipti talsverðu máli, einnig er atvinnuástand á svæðinu gott og þjónustusig hátt. Oft heyrist líka nefnt hvað það sé auðvelt að vera með börn hérna vegna þess hve vegalengdir eru stuttar og lítið „skutl“ miðað við stærri þéttbýlisstaði, við höfum góða skóla og öflugt íþróttastarf“, segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, þegar hún var spurð af hverju íbúum sveitarfélagsins væri að fjölga svona mikið.

Í byrjun þessa árs voru íbúar í Árborg 8.201 en hinn 1. júní voru þeir orðnir 8.318 og hefur því fjölgað um 117 á árinu. Til samanburðar má geta þess að allt árið í fyrra fjölgaði um 166 manns.

Í maí mánuði fjölgaði um 43. Fjölgunin er mest á Selfossi, en einnig fjölgar á Eyrarbakka og Stokkseyri og í dreifbýli.

„Búsetukostir hér eru líka fjölbreyttir, við höfum tiltölulega stóran bæ hér á Selfossi, síðan þorpin tvö á Eyrarbakka og Stokkseyri og dreifbýli, bæði með hefðbundnum búskap og svo búgarðabyggðina í Tjarnabyggð. Það geta því allir fundið eitthvað við sitt hæfi“ , segir Ásta ennfremur.

Hér má sjá  Þjóðskrárupplýsingar úr Granna fyrir Árborg 5. júní 2016

Fjöldi íbúa nú 8318

Fjöldi íbúa fyrir 1 mánuði 8275 aukning 43 eða 0,52% (6,24%/ári)

Fjöldi íbúa fyrir 3 mánuðum 8268 aukning 50 eða 0,60% (2,42%/ári)

Fjöldi íbúa fyrir 12 mánuðum 8143 aukning 175 eða 2,15%

Fjöldi íbúa á Selfossi: 6956

Fjöldi íbúa í dreifbýli: 295

Fjöldi íbúa á Eyrarbakka: 536

þar af dreifbýli Eyrarbakka: 20

Fjöldi íbúa á Stokkseyri: 501

þar af dreifbýli Stokkseyri: 74

Óstaðsettir: 30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×