Innlent

Olíuflutningabíll hafnaði utan vegar í Skagafirði

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Mynd/Brunvarnir Skagafjarðar
Olíuflutningabíll með 28.900 lítra af gasolíu innanborðs hafnaði á hvolfi utan vegar við Höskuldsstaði í Skagafirði fyrr í kvöld. Ökumaðurinn virðist hafa sloppið með skrámur en eitthvað af olíu lak úr bílnum.

Bíllinn var frá olíufyrirtækinu Skeljungi. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að magnið af olíu sem lak úr bílnum sé óverulegt. Gert sé ráð fyrir því að búið verði að dæla allri olíu úr bílnum og tengivagninum síðar í kvöld og stefnt að því að fjarlægja bílinn í nótt.

Í tilkynningunni segir að hugsanleg áhrif óhappsins á umhverfið verði metin á morgun og þá brugðist við aðstæðum í samvinnu við heilbrigðisfulltrúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×