Innlent

Fyrrum slökkviliðsmaður stöðvaði með snarræði olíuleka í Skagafirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Olíuflutningabíll með 28.900 lítra af gasolíu innanborðs hafnaði á hvolfi utan vegar við Höskuldsstaði í Skagafirði í gærkvöldi.
Olíuflutningabíll með 28.900 lítra af gasolíu innanborðs hafnaði á hvolfi utan vegar við Höskuldsstaði í Skagafirði í gærkvöldi. Vísir/Brunavarnir Skagafjarðar
Fyrrverandi slökkviliðsmaður, sem kunni til verka, gat með snarræði stöðvað olíuleka úr stórum fulllestuðum olíubíl með tengivagni sem valt á hvolf á móts við bæinn Höskuldsstaði í Skagafirði í gærkvöldi.

Maðurinn átti þarna leið um fyrir tilviljun. Allt lið frá Brunavörnum Skagafjarðar var svo kallað á vettvang ásamt lögreglu og sjúkrabíl, sem flutti ökumanninn á heilsugæslustöð, þar sem hann naut aðhlynningar, en vitni segja að það hafi verið með ólíkindum hvað hann slapp vel frá slysinu.

Dælu - og tankbílar voru kallaðir út til þess að tæma geyma bílsins og vagnsins og síðan tóku kranabílar við og komu bílnum og vagninum upp á dráttarvagna upp úr miðnætti og fjarlægðu þá. Talið er að aðeins 300 til 15 hundruð lítrar af svonefndri flotaolíu, eða skipaolíu, hafi lekið út í jarðveginn og var olíublautur jarðvegur þegar fjarlægður.

Vettvangur verður kannaður nánar í dag og meiri jarðvegur fjarlægður ef ástæða þykir til. Ekkert vatnsból er í grenn við slysstaðinn. Ekki liggur fyrir hversvegna ökumaðurinn missti stjórn á bílnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×