Jane Goodall freistar þess að sameina kynslóðirnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. júní 2016 20:18 Dr Jane Goodall, einn virtasti vísindamaður á sviði umhverfisverndar og dýraverndar, er komin til Íslands til að hvetja kynslóðirnar til að ná saman um aukna umhverfisvernd til að tryggja framtíðarkynslóðum vistarverur á jörðinni. Þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á samfélagi og hegðun simpansa í Gombe Stream þjóðgarðinum í Tansaníu en rannsóknir hennar stóðu yfir í 55 ár. Hún fylgdist náið með hegðun þeirra á borð við faðmlög og kossa og komst að þeirri niðurstöðu að simpansar, líkt og mannfólkið, sýndu tilfinningar á borð við gleði og sorg. Goodall úthlutaði þeim ekki númer líkt og tíðkast hefur í viðlíka rannsóknum heldur gaf þeim nöfn. Þá tók hún eftir merkilegri útsjónarsemi simpansana sem kunnu að nýta sér verkfæri til að verða sér út um fæði. Hún stofnaði árið 1977 Jane Goodall stofnunina sem heldur áfram rannsóknum en um þessar mundir leggur hún áherslu á samtökin Roots and Shoots sem hvetja ungt fólk til að huga að umhverfismálum og leita lausna við þeim margvíslega vanda sem steðjar að umhverfinu. „Ef við tökum ekki öll höndum saman og grípum til samstilltra ráðstafana um allan heim verður það um seinan. Ég trúi því statt og stöðugt að við höfum dálítin tímaramma,“ segir Goodall. „Því er mikilvægt að ná ekki aðeins til ungs fólks heldur okkar fullorðinna, eldri borgara og ungs fólks sem er að hefja starfsferil sinn.Sérhvert okkar getur lagt lóð á vogarskálina á hverjum degi ef við hugsum um afleiðingar ákvarðana okkar. Um hvað við borðum, kaupum og klæðumst, og hvernig við komum fram við Móður náttúru og hvert annað,“ segir Goodall. Um 150 þúsund manns leggja málstaðnum lið í yfir 140 löndum, þar á meðal á Íslandi. Dr Goodall býður áhugafólki um umhverfisvernd á öllum aldri til að hlýða á erindi sitt næstkomandi miðvikudag í Háskólabíói klukkan fimm en aðgangur er öllum opinn. Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Dr Jane Goodall, einn virtasti vísindamaður á sviði umhverfisverndar og dýraverndar, er komin til Íslands til að hvetja kynslóðirnar til að ná saman um aukna umhverfisvernd til að tryggja framtíðarkynslóðum vistarverur á jörðinni. Þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á samfélagi og hegðun simpansa í Gombe Stream þjóðgarðinum í Tansaníu en rannsóknir hennar stóðu yfir í 55 ár. Hún fylgdist náið með hegðun þeirra á borð við faðmlög og kossa og komst að þeirri niðurstöðu að simpansar, líkt og mannfólkið, sýndu tilfinningar á borð við gleði og sorg. Goodall úthlutaði þeim ekki númer líkt og tíðkast hefur í viðlíka rannsóknum heldur gaf þeim nöfn. Þá tók hún eftir merkilegri útsjónarsemi simpansana sem kunnu að nýta sér verkfæri til að verða sér út um fæði. Hún stofnaði árið 1977 Jane Goodall stofnunina sem heldur áfram rannsóknum en um þessar mundir leggur hún áherslu á samtökin Roots and Shoots sem hvetja ungt fólk til að huga að umhverfismálum og leita lausna við þeim margvíslega vanda sem steðjar að umhverfinu. „Ef við tökum ekki öll höndum saman og grípum til samstilltra ráðstafana um allan heim verður það um seinan. Ég trúi því statt og stöðugt að við höfum dálítin tímaramma,“ segir Goodall. „Því er mikilvægt að ná ekki aðeins til ungs fólks heldur okkar fullorðinna, eldri borgara og ungs fólks sem er að hefja starfsferil sinn.Sérhvert okkar getur lagt lóð á vogarskálina á hverjum degi ef við hugsum um afleiðingar ákvarðana okkar. Um hvað við borðum, kaupum og klæðumst, og hvernig við komum fram við Móður náttúru og hvert annað,“ segir Goodall. Um 150 þúsund manns leggja málstaðnum lið í yfir 140 löndum, þar á meðal á Íslandi. Dr Goodall býður áhugafólki um umhverfisvernd á öllum aldri til að hlýða á erindi sitt næstkomandi miðvikudag í Háskólabíói klukkan fimm en aðgangur er öllum opinn.
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira