Innlent

Lærðu að mæla magn C-vítamíns og þykkt hára

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Ungmenni sem taka þátt í Háskóla unga fólksins reyndu í dag að átta sig á með hjálp vísindanna hversu mikið C-vítamín er í freyðitöflum og hvernig hægt er að mæla þykkt hára.

Háskóli unga fólksins var settur í morgun og stendur fram á föstudag. Skólinn hefur nú verið starfræktur í þrettán ár. Þar gefst ungmennum á aldrinum 12 til 16 ára tækifæri til að kynnast þeim ótal mörgu fræðigreinum sem kenndar eru við Háskóla Íslands. Að þessu sinni taka um 350 ungmenni þátt og í dag var þeim meðal annars kennt hvernig hægt er að mæla þykkt hára og ýmislegt fleira.

„Við erum líka að finna hérna magn af C-vítamíni í ávaxtasafa og svona freyðitöflu sem að maður setur í vatn,“ segir Katrín Ósk Einarsdóttir sem gerði tilraunir í stofu 210 í VR1 í dag þegar hún sat námskeið í efnafræði.

Kennarinn segir tilraunir sem þessa geta kennt krökkunum ýmislegt.

„Hér held ég að það sé mikilvægt að þau fái að komast inn í þetta umhverfi. Að komast inn á tilraunastofu og fái að nota búnaðinn sem að við erum með og að skilja eftir orð sem að þau þekkja sem eru líka efnafræðiorð. Þannig að þau fara heim með orð eins og C-vítamín, koltívoxíð og vatn og átta sig á því að þetta eru efni sem eru í kringum okkur og efnafræðingar fást við,“ segir Katrín Lilja Sigurðardóttir efnafræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×