Fleiri fréttir

Kynslóðaskipti í Vínberinu

Tímamót urðu í versluninni Vínberinu við Laugaveg í dag þegar fjörtíu ára rekstarafmæli var fagnað. Dagurinn var einnig síðasti starfsdagur stofnanda og eiganda sælkerabúðarinnar, en næsta kynslóð fjölskyldunnar tekur við rekstrinum.

Engar teikningar til af Exeter-húsinu

Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því.

Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum

Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna.

Áfram sofandi í öndunarvél

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var annar tveggja í bíl sem valt á vegakaflanum milli Landvegamóta og Hellu um tvöleytið.

Barist um sálir í Kolaportinu

Í áraraðir hafa Ahmadiyya-múslimar haldið uppi bási í Kolaportinu. Tveir kristnir félagar ákváðu að stofna þar bás til höfuðs þeim og síðan þá hefur ekkert bólað á trúboði múslima.

Slökkviliðið kallað að N1

Slökkviliðið var kallað að húsnæði N1 í Ártúnsbrekkunni rétt fyrir hádegið. Mikinn reyk lagði frá pizzaofni Eldsmiðjunnar sem ofhitnaði.

Nafn piltsins sem lést

Pilturinn sem lést í bílslysi á Holtavörðuheiði síðastliðinn laugardag hét Ingi Þór Magnússon.

Hallar á ógæfuhliðina hjá forseta Brasilíu

Ennn kvarnast úr stuðningnum við Dilmu Rousseff Brasilíuforseta sem reynir nú að komast hjá lögsókn. Annar flokkur í samsteypustjórn Rousseff hefur nú sagt sig úr stjórninni en í síðasta mánuði fór stærsti samstarfslokkurinn frá borði.

Einn handtekinn á Schiphol

Hluta Schiphol flugvallar í Amsterdam í Hollandi var lokað í gærkvöldi þar sem óttast var að sprengjumaður væri á vellinum. Tugir lögreglumanna stukku inn í flughöfnina og lokuðu hluta hennar af í fjóra tíma og var öllum gert að yfirgefa bygginguna. Ástandið varði í fjóra klukkutíma og var einn maður handtekinn en ekki er ljóst hvort hann hafi haft nokkuð illt í hyggju.

Enn einn skjálftinn í Bárðarbungu

Jarðskjálfti upp á 3,4 stig mældist í suðurbrún Bárðarbungu á ellefta tímanum í gærkvöldi og er þetta með snöpustu skjálftum se þar hafa mælst frá því í goslokum í Holuhrauni í febrúar í fyrra. Eftirskjálftr hafa verið mun vægari.

Glápti á norðurljósin og ók á staur

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Álftanesvegi upp úr miðnætti með þeim afleilðingum að hann ók á ljósastaur, en engan sakaði. Akstursskilyrði voru með besta móti á vettvangi, en ökumaður gaf þá skýringu að hann hafi gleymt sér við að horfa á norðurljósin. Bíllinn var óökufær eftir, og var fjarlægður með kranabíl. Annars var rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Ekki samstaða um griðareglur

Starfshópur kynnti í mars í fyrra drög að frumvarpi um refsileysi fyrir þá sem koma fram úr skattaskjólum. Frumvarpið hefur enn ekki verið lagt fram.

Ekkert viðbótarfjármagn

Stjórn Læknafélagsins sendi frá sér yfirlýsingu í gær og lýsti áhyggjum af fjármögnun heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu.

Clinton og Trump jöfn

Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum.

Efnt til þingkosninga í hluta Sýrlands í dag

Allar líkur eru á að Assad forseti og stjórn hans vinni stórsigur í kosningum í Sýrlandi í dag. Vopnahlé tók gildi í lok febrúar. Ýmsir hryðjuverkahópar áttu ekki aðild að því. Loftárásum hefur verið haldið áfram á yfirráðasv

Sjá næstu 50 fréttir