Aðeins einn forseti verið kjörinn með meirihluta atkvæða Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2016 18:47 Frestur til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands rennur út eftir þrjátíu og sjö daga. Nú þegar hafa fjórtan karlar og konur tilkynnt að þau sækist eftir embættinu og gæti svo farið að frambjóðandi með mjög lítið fylgi nái kjöri. Fólk sem verður tvítugt á þessu ári man ekki eftir því að annar einstaklingur hafi setið hér á Bessastöðum en Ólafur Ragnar Grímsson. En þegar hann var kosinn fyrst árið 1996 var ár liðið af öðru kjörtímabili ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Ísland hafði verið í Evrópaska efnahagssvæðinu í tæp tvö ár. Eins og lög gera ráð fyrir var væntanlegt forsetakjör auglýst um þremur mánuðum fyrir kjördag hinn 11. mars síðast liðinn. Frambóðendur verða síðan að skila inn listum með að lágmarki fimmtán hundruð og að hámarki þrjúþúsund meðmælendum í byrjun maí. Margir eru kallaðir til þessa embættis en fáir útvaldir en engu að síður hafa 14 manns nú boðið sig fram til embættisins. Ef atkvæði dreifast nokkuð jafnt á flesta þessara frambjóðenda gæti svo farið að næsti forseti Íslands nái kjöri með mjög lágt hlutfallsfylgi þar sem sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði verður forseti, sama hversu lágt hlutfallið kann að vera. Reyndar hefur enginn fyrrverandi forseta landsins náð kjöri með yfir fimmtíu prósentum atkvæða í fyrsta framboði sínu nema Kristján Eldjárn. Sveinn Björnsson var fyrst kosinn af Alþingi 1944 og sjálfkjörinn án kosninga eftir það, Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn fyrst með 48,3 prósent atkvæða árið 1952, Kristján Eldjárn með 65,6 prósentum atkvæða árið 1968, Vigdís Finnbogadóttir með 33,8 prósentum árið 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson með 41,4 prósentum árið 1996. Hver sá sem hefur náð 35 ára aldri og er með íslenskan ríkisborgararétt getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Framboðum með nauðsynlegum gögnum á að skila til dómsmálaráðuneytisins eigi síðar en fimm vikum fyrir kosningar, eða fyrir miðnætti 20. maí næst komandi. - Hvort öll þau 14 sem tilkynnt hafa um framboð sitt gera það, á hins vegar eftir að koma í ljós.Helstu dagsetningar í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní 2016 11. mars. Auglýsing forsætisráðuneytis um framboð og kjör forseta Íslands. 30. apríl. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast innan lands og utan. 1. – 10. maí. Yfirkjörstjórnir auglýsa hvar og hvenær þær taka við meðmælendalistum til staðfestingar á kosningabærni meðmælenda, sbr. 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands. 20. maí. Framboðsfrestur rennur út um miðnætti. Framboðum skal skilað til innanríkisráðuneytisins ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. 27. maí. Innanríkisráðuneytið auglýsir í útvarpi og Lögbirtingablaði hverjir verða í kjöri eigi síðar en þennan dag eftir að hafa afhent Hæstarétti Íslands öll fram komin framboðsgögn. 4. júní. Atkvæðagreiðsla má hefjast í sjúkrahúsum, fangelsum, á dvalarheimilum aldraðra og fatlaðs fólks og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar. Kjörstjórar á hverjum stað auglýsa sérstaklega hvar og hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. 4. júní. Viðmiðunardagur kjörskrár. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, 4. júní. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. 13. júní. Innanríkisráðuneytið auglýsir, eigi síðar en þennan dag, framlagningu kjörskráa í Ríkisútvarpi og dagblöðum. 15. júní. Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis á skrifstofu sinni eða á öðrum hentugum stað eigi síðar en þennan dag. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.* 25. júní. Kjördagur** * Kjörskrár skulu liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Sveitarstjórnir taka við athugasemdum við kjörskrár og gera má leiðréttingar á þeim fram á kjördag. ** Kjörfundur hefst á tímabilinu kl. 9 árdegis til kl. 12 á hádegi og skal slitið eigi síðar en kl. 22. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær tilkynnir um framboð á morgun Boðar til opins fundar. 10. apríl 2016 17:58 Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Frestur til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands rennur út eftir þrjátíu og sjö daga. Nú þegar hafa fjórtan karlar og konur tilkynnt að þau sækist eftir embættinu og gæti svo farið að frambjóðandi með mjög lítið fylgi nái kjöri. Fólk sem verður tvítugt á þessu ári man ekki eftir því að annar einstaklingur hafi setið hér á Bessastöðum en Ólafur Ragnar Grímsson. En þegar hann var kosinn fyrst árið 1996 var ár liðið af öðru kjörtímabili ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Ísland hafði verið í Evrópaska efnahagssvæðinu í tæp tvö ár. Eins og lög gera ráð fyrir var væntanlegt forsetakjör auglýst um þremur mánuðum fyrir kjördag hinn 11. mars síðast liðinn. Frambóðendur verða síðan að skila inn listum með að lágmarki fimmtán hundruð og að hámarki þrjúþúsund meðmælendum í byrjun maí. Margir eru kallaðir til þessa embættis en fáir útvaldir en engu að síður hafa 14 manns nú boðið sig fram til embættisins. Ef atkvæði dreifast nokkuð jafnt á flesta þessara frambjóðenda gæti svo farið að næsti forseti Íslands nái kjöri með mjög lágt hlutfallsfylgi þar sem sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði verður forseti, sama hversu lágt hlutfallið kann að vera. Reyndar hefur enginn fyrrverandi forseta landsins náð kjöri með yfir fimmtíu prósentum atkvæða í fyrsta framboði sínu nema Kristján Eldjárn. Sveinn Björnsson var fyrst kosinn af Alþingi 1944 og sjálfkjörinn án kosninga eftir það, Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn fyrst með 48,3 prósent atkvæða árið 1952, Kristján Eldjárn með 65,6 prósentum atkvæða árið 1968, Vigdís Finnbogadóttir með 33,8 prósentum árið 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson með 41,4 prósentum árið 1996. Hver sá sem hefur náð 35 ára aldri og er með íslenskan ríkisborgararétt getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Framboðum með nauðsynlegum gögnum á að skila til dómsmálaráðuneytisins eigi síðar en fimm vikum fyrir kosningar, eða fyrir miðnætti 20. maí næst komandi. - Hvort öll þau 14 sem tilkynnt hafa um framboð sitt gera það, á hins vegar eftir að koma í ljós.Helstu dagsetningar í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní 2016 11. mars. Auglýsing forsætisráðuneytis um framboð og kjör forseta Íslands. 30. apríl. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast innan lands og utan. 1. – 10. maí. Yfirkjörstjórnir auglýsa hvar og hvenær þær taka við meðmælendalistum til staðfestingar á kosningabærni meðmælenda, sbr. 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands. 20. maí. Framboðsfrestur rennur út um miðnætti. Framboðum skal skilað til innanríkisráðuneytisins ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. 27. maí. Innanríkisráðuneytið auglýsir í útvarpi og Lögbirtingablaði hverjir verða í kjöri eigi síðar en þennan dag eftir að hafa afhent Hæstarétti Íslands öll fram komin framboðsgögn. 4. júní. Atkvæðagreiðsla má hefjast í sjúkrahúsum, fangelsum, á dvalarheimilum aldraðra og fatlaðs fólks og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar. Kjörstjórar á hverjum stað auglýsa sérstaklega hvar og hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. 4. júní. Viðmiðunardagur kjörskrár. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, 4. júní. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. 13. júní. Innanríkisráðuneytið auglýsir, eigi síðar en þennan dag, framlagningu kjörskráa í Ríkisútvarpi og dagblöðum. 15. júní. Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis á skrifstofu sinni eða á öðrum hentugum stað eigi síðar en þennan dag. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.* 25. júní. Kjördagur** * Kjörskrár skulu liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Sveitarstjórnir taka við athugasemdum við kjörskrár og gera má leiðréttingar á þeim fram á kjördag. ** Kjörfundur hefst á tímabilinu kl. 9 árdegis til kl. 12 á hádegi og skal slitið eigi síðar en kl. 22.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær tilkynnir um framboð á morgun Boðar til opins fundar. 10. apríl 2016 17:58 Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32