Ekki samstaða um griðareglur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 13. apríl 2016 07:00 Fjöldi skattaskjólsmála hefur tengst Lúxemborg. Frumvarp þess efnis að þeim sem sjálfviljugir gefa upp vantaldar tekjur eða eignir sem geymdar eru í skattaskjólum verði ekki refsað vegna brota á skattalögum hefur enn ekki verið lagt fram rúmu ári eftir að starfshópur kynnti drög að frumvarpinu. Það er heldur ekki á þingmálaskrá. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði starfshóp um gerð griðareglna og úttekt á úrræðum skattyfirvalda til að sporna gegn skattsvikum. Þetta gerði hann í desember 2014 í kjölfar erindis sem barst skattrannsóknarstjóra vegna tilboðs um kaup á upplýsingum um félög sem skráð eru í þekktum skattaskjólum. Starfshópurinn skilaði skýrslu og kynnti frumvarpsdrögin þann 6. mars í fyrra.Katrín JakobsdóttirFrosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að fjármálaráðherra hafi lagt það í hendur nefndarinnar hvort hún vildi flytja málið. „Fjármálaráðherra ætlaði ekki að flytja málið sjálfur og vildi að það yrði samstaða um það. Þetta yrði mjög viðkvæmt pólitískt mál. Menn gætu gagnrýnt það ef hlífa ætti einhverjum. Menn myndu strax hoppa á þann vagn að ráðast á ráðherrann fyrir að gera það.“ Frosti kveðst hafa beðið fulltrúa í nefndinni að tjá sig um hvað þeir vildu gera. „Tveir eða þrír í minnihlutanum óskuðu að fá að ræða við þingflokka sína. Það kom ekkert til baka út úr því. Málið var rifjað upp um daginn. Enn voru menn ekki vissir hvað þeir vildu gera. Mér finnst ekki sterk skoðun í nefndinni með eða á móti. Þetta hefur kosti og galla.“Frosti SigurjónssonVísirHann getur þess að hann hafi haft samband við skattrannsóknarstjóra vegna málsins. „Þau eru sannfærð um að það væri fengur fyrir ríkissjóð að geta boðið upp á kerfi sem felur í sér að menn sjái sér hag í því að koma fram. Þeir myndu ekki sleppa við að borga skatta með álögum en refsingin yrði hugsanlega engin. Þetta hefur skilað miklu hjá öðrum þjóðum. Það verður að horfast í augu við að það er kannski ekki geta hjá skattrannsóknarstjóra til að rannsaka alltaf öll mál til hlítar. Mögulega kæmu einhverjir fram sjálfviljugir sem ekki hefðu náðst annars.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það rök með málinu að griðareglur hafi verið settar annars staðar á Norðurlöndunum og að það hafi leitt til árangurs. „Mér hefði hins vegar þótt eðlilegt að skoða málið heildstætt. Það hefði verið erfitt fyrir nefndina að taka pólitíska ábyrgð á þessum anga þegar við vitum að mikil þörf er á að efla starfsemi ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra og skoða hvernig við getum bætt skattaeftirlit í daglegri framkvæmd.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Frumvarp þess efnis að þeim sem sjálfviljugir gefa upp vantaldar tekjur eða eignir sem geymdar eru í skattaskjólum verði ekki refsað vegna brota á skattalögum hefur enn ekki verið lagt fram rúmu ári eftir að starfshópur kynnti drög að frumvarpinu. Það er heldur ekki á þingmálaskrá. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði starfshóp um gerð griðareglna og úttekt á úrræðum skattyfirvalda til að sporna gegn skattsvikum. Þetta gerði hann í desember 2014 í kjölfar erindis sem barst skattrannsóknarstjóra vegna tilboðs um kaup á upplýsingum um félög sem skráð eru í þekktum skattaskjólum. Starfshópurinn skilaði skýrslu og kynnti frumvarpsdrögin þann 6. mars í fyrra.Katrín JakobsdóttirFrosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að fjármálaráðherra hafi lagt það í hendur nefndarinnar hvort hún vildi flytja málið. „Fjármálaráðherra ætlaði ekki að flytja málið sjálfur og vildi að það yrði samstaða um það. Þetta yrði mjög viðkvæmt pólitískt mál. Menn gætu gagnrýnt það ef hlífa ætti einhverjum. Menn myndu strax hoppa á þann vagn að ráðast á ráðherrann fyrir að gera það.“ Frosti kveðst hafa beðið fulltrúa í nefndinni að tjá sig um hvað þeir vildu gera. „Tveir eða þrír í minnihlutanum óskuðu að fá að ræða við þingflokka sína. Það kom ekkert til baka út úr því. Málið var rifjað upp um daginn. Enn voru menn ekki vissir hvað þeir vildu gera. Mér finnst ekki sterk skoðun í nefndinni með eða á móti. Þetta hefur kosti og galla.“Frosti SigurjónssonVísirHann getur þess að hann hafi haft samband við skattrannsóknarstjóra vegna málsins. „Þau eru sannfærð um að það væri fengur fyrir ríkissjóð að geta boðið upp á kerfi sem felur í sér að menn sjái sér hag í því að koma fram. Þeir myndu ekki sleppa við að borga skatta með álögum en refsingin yrði hugsanlega engin. Þetta hefur skilað miklu hjá öðrum þjóðum. Það verður að horfast í augu við að það er kannski ekki geta hjá skattrannsóknarstjóra til að rannsaka alltaf öll mál til hlítar. Mögulega kæmu einhverjir fram sjálfviljugir sem ekki hefðu náðst annars.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það rök með málinu að griðareglur hafi verið settar annars staðar á Norðurlöndunum og að það hafi leitt til árangurs. „Mér hefði hins vegar þótt eðlilegt að skoða málið heildstætt. Það hefði verið erfitt fyrir nefndina að taka pólitíska ábyrgð á þessum anga þegar við vitum að mikil þörf er á að efla starfsemi ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra og skoða hvernig við getum bætt skattaeftirlit í daglegri framkvæmd.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira