Kynslóðaskipti í Vínberinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2016 19:30 Tímamót urðu í versluninni Vínberinu við Laugaveg í dag þegar fjörtíu ára rekstarafmæli var fagnað. Dagurinn var einnig síðasti starfsdagur stofnanda og eiganda sælkerabúðarinnar, en næsta kynslóð fjölskyldunnar tekur við rekstrinum. Vínberið að Laugavegi 43 er er ein elsta verslun miðbæjarins en kaupmaðurinn Logi Helgason opnaði þar nýlenduvöruverslun fyrir 40 árum. Tuttugu árum síðar var búðinni svo breytt í sælgætisverslun. Það reyndist mikið heillaskref en reksturinn hefur aldrei gengið betur. „Það er allt í bullandi uppsveiflu og blóma. Gatan er alltaf full af fólki sem er yndisleg breyting frá því sem var á tímabili þegar maður sá varla mann á götum úti stundum. Nú er strax á morgnanna á búðin til að fyllast bara klukkan níu,“ segir Logi. Hann segir súkkulaðið klassík sem fólk sæki alltaf í þó tískustraumar séu í því eins og öðru. Logi er nú orðinn 75 ára og ætlar á þessum tímamótum að setjast í helgan stein. Verslunin verður þó áfram í fjölskyldunni. „Þetta eru spennandi tímar að fá að taka við af tengdapabba. Þetta var nú ekki planið hérna fyrir tuttugu árum en svo þegar það var komið að því að hann væri að fara að hætta þá gátum við ekki látið þetta fara úr fjölskyldunni. Strákarnir þrír, barnabörnin, ég lít nú bara á að ég sé að passa þetta fyrir þá. Þeir hafa alltaf talað um afabúð og vilja helst ekkert hugsa um annað en það,“ segir Guðrún Vala Davíðsdóttir tengdadóttir Loga. Logi segir mikilvægt að halda fjölbreytnin í miðborginni fái að halda sér. „Gatan er kannski að verða full einsleit. Það vantar aðeins finnst mér meiri fjölbreytni, ekki síst fyrir túristana. Það þýðir ekki að hafa tómar túristabúðir fyrir túristanna, þeir vilja venjulegar búðir,“ segir hann. Slegið var til veislu í Vínberinu í dag þar sem viðskiptavinir fengu að gæða sér á dýrindis tertu og uppáhaldsúkkulaði Loga í tilefni dagsins. En hvað ætlar hann að taka sér fyrir hendur eftir 40 ára verslunarrekstur? „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Ég hef nú alltaf haft gaman af að ferðast og geri vafalaust eitthvað af því. Svo verður maður bara að finna sér eitthvað tómstundagaman. Ég er reyndar duglegur að dansa, hef mjög gaman af því. Sjálfsagt verður maður duglegur við það á meðan heilsan leyfir,“ segir Logi Helgason glaður í bragði. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Tímamót urðu í versluninni Vínberinu við Laugaveg í dag þegar fjörtíu ára rekstarafmæli var fagnað. Dagurinn var einnig síðasti starfsdagur stofnanda og eiganda sælkerabúðarinnar, en næsta kynslóð fjölskyldunnar tekur við rekstrinum. Vínberið að Laugavegi 43 er er ein elsta verslun miðbæjarins en kaupmaðurinn Logi Helgason opnaði þar nýlenduvöruverslun fyrir 40 árum. Tuttugu árum síðar var búðinni svo breytt í sælgætisverslun. Það reyndist mikið heillaskref en reksturinn hefur aldrei gengið betur. „Það er allt í bullandi uppsveiflu og blóma. Gatan er alltaf full af fólki sem er yndisleg breyting frá því sem var á tímabili þegar maður sá varla mann á götum úti stundum. Nú er strax á morgnanna á búðin til að fyllast bara klukkan níu,“ segir Logi. Hann segir súkkulaðið klassík sem fólk sæki alltaf í þó tískustraumar séu í því eins og öðru. Logi er nú orðinn 75 ára og ætlar á þessum tímamótum að setjast í helgan stein. Verslunin verður þó áfram í fjölskyldunni. „Þetta eru spennandi tímar að fá að taka við af tengdapabba. Þetta var nú ekki planið hérna fyrir tuttugu árum en svo þegar það var komið að því að hann væri að fara að hætta þá gátum við ekki látið þetta fara úr fjölskyldunni. Strákarnir þrír, barnabörnin, ég lít nú bara á að ég sé að passa þetta fyrir þá. Þeir hafa alltaf talað um afabúð og vilja helst ekkert hugsa um annað en það,“ segir Guðrún Vala Davíðsdóttir tengdadóttir Loga. Logi segir mikilvægt að halda fjölbreytnin í miðborginni fái að halda sér. „Gatan er kannski að verða full einsleit. Það vantar aðeins finnst mér meiri fjölbreytni, ekki síst fyrir túristana. Það þýðir ekki að hafa tómar túristabúðir fyrir túristanna, þeir vilja venjulegar búðir,“ segir hann. Slegið var til veislu í Vínberinu í dag þar sem viðskiptavinir fengu að gæða sér á dýrindis tertu og uppáhaldsúkkulaði Loga í tilefni dagsins. En hvað ætlar hann að taka sér fyrir hendur eftir 40 ára verslunarrekstur? „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Ég hef nú alltaf haft gaman af að ferðast og geri vafalaust eitthvað af því. Svo verður maður bara að finna sér eitthvað tómstundagaman. Ég er reyndar duglegur að dansa, hef mjög gaman af því. Sjálfsagt verður maður duglegur við það á meðan heilsan leyfir,“ segir Logi Helgason glaður í bragði.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira