Bjarni reiknar með kosningum fljótlega eftir að fjárlagafrumvarp kemur fram í september Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2016 18:42 Fjármálaráðherra segir ekki standa til að selja hlut ríkisins í fjármálastofnunum fyrir kosningar. Hann vill hins vegar leggja fram fjárlagafrumvarp áður en þingi lýkur og reiknar með að kosið verði í október. Endanleg dagsetning liggi fyrir innan skamms. Þingflokkur Samfylkingarinnar með formanninn í broddi fylkingar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem tímabundið bannar ríkisstjórninni að selja hlut ríkisins í fjármálastofnunum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ríkisstjórninni væri ekki treystandi fyrir þessum málum. Með þessu yrði heimild í fjárlögum þessa árs felld úr gildi til 1. nóvember. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekki standa til að selja hlut ríkisins í fjármálastofnunum fyrir kosningar.Bjarni segir ýmislegt þurfa að gerast áður en bankarnir verða seldir.Aðstæður breyttust með Íslandsbanka „Ég er nú nýbúinn að lýsa því yfir í þinginu að það standi ekki til að vinna að sölu bankanna eða fara í að framkvæma sölu bankanna fyrir kosningar. Þetta kom fram í síðustu viku en það þarf að koma fram tillaga frá mér. Kannski má segja að þetta frumvarp dragi þá fram að Samfylkingin vill selja bankana frá og með nóvember,“ segir Bjarni. En ef til vill vilji Samfylkingin freista þess að komast til valda fyrst. Áður en bankarnir verði seldir verði eigendastefna ríkisins til framtíðar að liggja fyrir og aðstæður hafi breyst eftir að Íslandsbanki komst í eigu ríkisins. Þetta muni taka nokkur ár og ekki gerast fyrir kosningar sem líklegast verði í október. „Við höfum líka sagt að við viljum hlusta eftir sjónarmiðum og þetta myndi aðeins ráðast af framvindunni. Þá er ég ekki að tala um að þetta gæti hnikast um sex eða níu mánuði, heldur hvar inni í haustinu við ættum að stilla þessu. Miðað við hvenær þingið færi frá,“ segir fjármálaráðherra. Hann sé talsmaður stjórnfestu. Fjárlagafrumvarpið sé í vinnslu og því eðlilegt að leggja það fram eins og lög geri ráð fyrir í byrjun september. „Ég vil tala fyrir því að hlutirnir fari ekki allir úr skorðum þótt við séum að endurnýja umboð til þingsins. Það finnst mér mæla með því að við ljúkum þeirri vinnu og mælum fyrir fjárlagafrumvarpi. Síðan yrði gengið til kosninga skömmu síðar,“ segir Bjarni. Ný ríkisstjórn hefði allt svigrúm til að breyta frumvarpinu eftir kosningar þótt tíminn verði naumur. Kjördagur ætti að liggja fyrir á næstu dögum.Þannig að þú ert að reikna með að þetta ætti að liggja fyrir að minnsta kosti innan hálfs mánaðar?„Ég er að reikna með því. En ég ætla líka að setja alla fyrirvara á það eins og maður vill gera. Þetta er ekki bara í mínum höndum. Maður vill leiða þetta fram í einhverju samtali,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki standa til að selja hlut ríkisins í fjármálastofnunum fyrir kosningar. Hann vill hins vegar leggja fram fjárlagafrumvarp áður en þingi lýkur og reiknar með að kosið verði í október. Endanleg dagsetning liggi fyrir innan skamms. Þingflokkur Samfylkingarinnar með formanninn í broddi fylkingar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem tímabundið bannar ríkisstjórninni að selja hlut ríkisins í fjármálastofnunum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ríkisstjórninni væri ekki treystandi fyrir þessum málum. Með þessu yrði heimild í fjárlögum þessa árs felld úr gildi til 1. nóvember. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekki standa til að selja hlut ríkisins í fjármálastofnunum fyrir kosningar.Bjarni segir ýmislegt þurfa að gerast áður en bankarnir verða seldir.Aðstæður breyttust með Íslandsbanka „Ég er nú nýbúinn að lýsa því yfir í þinginu að það standi ekki til að vinna að sölu bankanna eða fara í að framkvæma sölu bankanna fyrir kosningar. Þetta kom fram í síðustu viku en það þarf að koma fram tillaga frá mér. Kannski má segja að þetta frumvarp dragi þá fram að Samfylkingin vill selja bankana frá og með nóvember,“ segir Bjarni. En ef til vill vilji Samfylkingin freista þess að komast til valda fyrst. Áður en bankarnir verði seldir verði eigendastefna ríkisins til framtíðar að liggja fyrir og aðstæður hafi breyst eftir að Íslandsbanki komst í eigu ríkisins. Þetta muni taka nokkur ár og ekki gerast fyrir kosningar sem líklegast verði í október. „Við höfum líka sagt að við viljum hlusta eftir sjónarmiðum og þetta myndi aðeins ráðast af framvindunni. Þá er ég ekki að tala um að þetta gæti hnikast um sex eða níu mánuði, heldur hvar inni í haustinu við ættum að stilla þessu. Miðað við hvenær þingið færi frá,“ segir fjármálaráðherra. Hann sé talsmaður stjórnfestu. Fjárlagafrumvarpið sé í vinnslu og því eðlilegt að leggja það fram eins og lög geri ráð fyrir í byrjun september. „Ég vil tala fyrir því að hlutirnir fari ekki allir úr skorðum þótt við séum að endurnýja umboð til þingsins. Það finnst mér mæla með því að við ljúkum þeirri vinnu og mælum fyrir fjárlagafrumvarpi. Síðan yrði gengið til kosninga skömmu síðar,“ segir Bjarni. Ný ríkisstjórn hefði allt svigrúm til að breyta frumvarpinu eftir kosningar þótt tíminn verði naumur. Kjördagur ætti að liggja fyrir á næstu dögum.Þannig að þú ert að reikna með að þetta ætti að liggja fyrir að minnsta kosti innan hálfs mánaðar?„Ég er að reikna með því. En ég ætla líka að setja alla fyrirvara á það eins og maður vill gera. Þetta er ekki bara í mínum höndum. Maður vill leiða þetta fram í einhverju samtali,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira