Stjórnarformaður RÚV hinn ánægðasti með nýju siðareglurnar Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2016 15:20 Guðlaugur formaður segir siðareglur gerðar til að hlutlægni gæti í störfum fréttamanna og að viðskiptavinum, viðmælendum eða umfjöllunarefni sé sýndur fyllsti heiðarleiki og sanngirni. Nýjar siðareglur RÚV hafa verið til umfjöllunar að undanförnu og hefur Vísir greint frá harðri gagnrýni á þær, meðal annars teljast þær stangast á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár auk þess sem mönnum finnst einkennilegt að starfsmönnum sé gert að klaga kollega sína telji þeir þá gerast sekir um brot gegn reglum. Guðlaugur G. Sverrisson formaður stjórnar RÚV er hins vegar ánægður með nýjar siðareglur. „Ég er ánægður með starfsmenn hafi sett sér siðareglur og haft um það góð og opin vinnubrögð. Ég er einnig ánægður með að heyra frá útvarpsstjóra að mikil og góð skoðanaskipti áttu sér stað á meðal starfsmanna RÚV er nefndin var að störfum. Mjög margar starfsstéttir og mörg félög á markaði setja sér siðareglur. Það er gert til þess að gæta hlutlægni í störfum sínum og sýna viðskiptavinum, viðmælendum eða umfjöllunarefni fyllsta heiðarleika og sanngirni. Ég tel að starfsfólk RÚV hafi náð vel utan um þessi markmið með nýju siðareglunum.“Þörfin á nýjum siðareglum Friðrik Þór Guðmundsson, sem á sæti í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands og er sérfróður um siðareglur, segir nýjar siðareglur stangast á við siðareglur BÍ. Og hann spyr hvað það hafi verið sem kallaði á nýjar siðareglur?Guðlaugur G. er harla ánægður með nýjar siðareglur RÚV.visir/arnþór„Það voru til fréttareglur fyrir fréttamenn RÚV. Aðrar siða- og samskiptareglur voru ekki til fyrir aðra starfsmenn félagsins. Nýjar siðareglur Ríkisútvarpsins ná til allra starfsmanna félagsins sem eru hátt í þrjúhundruð talsins enda segir í siðareglunum,“ segir Guðlaugur og vitnar í hinar nýju reglur: „Starfsfólk kappkostar að vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð, gegnir störfum sínum af metnaði, heiðarleika og virðingu og hefur í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi.”Siðareglur RÚV ekki einkamál RÚV-verja Nýjar siðareglur geta þó tæplega talist einkamál RÚV, það hlýtur að varða samfélagið allt ef ríkisstofnun setur sér siðareglur sem hugsanlega stangast á við stjórnarskrá. Og, Guðlaugur fellst á það að nýjar siðareglur, þær hljóti að hafa áhrif á fjölmiðlun alla í landinu. „Ég var eingöngu að benda á þá staðreynd að stjórn RÚV var látin fylgjast með starfi nefndar starfsmanna um setning siðareglna alveg frá byrjun og allt tal um annað er ekki satt,“ segir Guðlaugur og vísar til orða Marðar Árnasonar sem sagðist, í samtali við Vísi, hafa séð eftir því að hafa ekki kallað eftir drögum áður en siðareglurnar voru samþykktar.Eftiráskýringar Bjargar Evu „Eins langaði mig að vekja athygli á að skýringar Björgu Evu stangast á við áðurnefnt viðtal sem hún átti við Sigurlaugu Jónasdóttur að mig minnir í upphafi árs 2016,“ segir Guðlaugur – en hann vill meina að það hafi legið fyrir um þó nokkurn tíma að Björg Eva ætlaði að láta af stjórnarsetu. Það sagði hún í áðurnefndu viðtali, frá 6. janúar: „Ég ætla að hætta núna, út af því - það er líka prinsippmál. Það voru mjög góðar breytingar sem átti að gera og voru gerðar en var snúið við með, að stjórnin væri ekki svona pólitísk. Og ef þær reglur giltu, þá væri ég nú orðin óhæf til þess að sitja í stjórn af því að ég orðinn flokkur og fulltrúi flokks meira en annað.“ Tengdar fréttir Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. 12. apríl 2016 16:38 Starfsmönnum RÚV ber að kæra kollega fyrir meint brot Sérfræðingar telja augljóst að nýjar siðareglur RÚV stangist á við stjórnarskrá og þeim þurfi að breyta hratt og örugglega. 13. apríl 2016 12:20 RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Nýjar siðareglur RÚV hafa verið til umfjöllunar að undanförnu og hefur Vísir greint frá harðri gagnrýni á þær, meðal annars teljast þær stangast á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár auk þess sem mönnum finnst einkennilegt að starfsmönnum sé gert að klaga kollega sína telji þeir þá gerast sekir um brot gegn reglum. Guðlaugur G. Sverrisson formaður stjórnar RÚV er hins vegar ánægður með nýjar siðareglur. „Ég er ánægður með starfsmenn hafi sett sér siðareglur og haft um það góð og opin vinnubrögð. Ég er einnig ánægður með að heyra frá útvarpsstjóra að mikil og góð skoðanaskipti áttu sér stað á meðal starfsmanna RÚV er nefndin var að störfum. Mjög margar starfsstéttir og mörg félög á markaði setja sér siðareglur. Það er gert til þess að gæta hlutlægni í störfum sínum og sýna viðskiptavinum, viðmælendum eða umfjöllunarefni fyllsta heiðarleika og sanngirni. Ég tel að starfsfólk RÚV hafi náð vel utan um þessi markmið með nýju siðareglunum.“Þörfin á nýjum siðareglum Friðrik Þór Guðmundsson, sem á sæti í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands og er sérfróður um siðareglur, segir nýjar siðareglur stangast á við siðareglur BÍ. Og hann spyr hvað það hafi verið sem kallaði á nýjar siðareglur?Guðlaugur G. er harla ánægður með nýjar siðareglur RÚV.visir/arnþór„Það voru til fréttareglur fyrir fréttamenn RÚV. Aðrar siða- og samskiptareglur voru ekki til fyrir aðra starfsmenn félagsins. Nýjar siðareglur Ríkisútvarpsins ná til allra starfsmanna félagsins sem eru hátt í þrjúhundruð talsins enda segir í siðareglunum,“ segir Guðlaugur og vitnar í hinar nýju reglur: „Starfsfólk kappkostar að vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð, gegnir störfum sínum af metnaði, heiðarleika og virðingu og hefur í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi.”Siðareglur RÚV ekki einkamál RÚV-verja Nýjar siðareglur geta þó tæplega talist einkamál RÚV, það hlýtur að varða samfélagið allt ef ríkisstofnun setur sér siðareglur sem hugsanlega stangast á við stjórnarskrá. Og, Guðlaugur fellst á það að nýjar siðareglur, þær hljóti að hafa áhrif á fjölmiðlun alla í landinu. „Ég var eingöngu að benda á þá staðreynd að stjórn RÚV var látin fylgjast með starfi nefndar starfsmanna um setning siðareglna alveg frá byrjun og allt tal um annað er ekki satt,“ segir Guðlaugur og vísar til orða Marðar Árnasonar sem sagðist, í samtali við Vísi, hafa séð eftir því að hafa ekki kallað eftir drögum áður en siðareglurnar voru samþykktar.Eftiráskýringar Bjargar Evu „Eins langaði mig að vekja athygli á að skýringar Björgu Evu stangast á við áðurnefnt viðtal sem hún átti við Sigurlaugu Jónasdóttur að mig minnir í upphafi árs 2016,“ segir Guðlaugur – en hann vill meina að það hafi legið fyrir um þó nokkurn tíma að Björg Eva ætlaði að láta af stjórnarsetu. Það sagði hún í áðurnefndu viðtali, frá 6. janúar: „Ég ætla að hætta núna, út af því - það er líka prinsippmál. Það voru mjög góðar breytingar sem átti að gera og voru gerðar en var snúið við með, að stjórnin væri ekki svona pólitísk. Og ef þær reglur giltu, þá væri ég nú orðin óhæf til þess að sitja í stjórn af því að ég orðinn flokkur og fulltrúi flokks meira en annað.“
Tengdar fréttir Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. 12. apríl 2016 16:38 Starfsmönnum RÚV ber að kæra kollega fyrir meint brot Sérfræðingar telja augljóst að nýjar siðareglur RÚV stangist á við stjórnarskrá og þeim þurfi að breyta hratt og örugglega. 13. apríl 2016 12:20 RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Frosti telur nýjar siðareglur RÚV fráleitar Björg Eva Erlendsdóttir sakar Illuga Gunnarsson hafa misnotað nýgerðan þjónustusamning til grimmilegra ritskoðunartilburða. 12. apríl 2016 16:38
Starfsmönnum RÚV ber að kæra kollega fyrir meint brot Sérfræðingar telja augljóst að nýjar siðareglur RÚV stangist á við stjórnarskrá og þeim þurfi að breyta hratt og örugglega. 13. apríl 2016 12:20
RÚV-urum bannað að tjá afgerandi afstöðu á Facebook Þá hefur verið tekið fyrir pólitíska pistla á dagskrá RÚV. 12. apríl 2016 11:05