Fleiri fréttir

Gæti þurft að hætta með leikskólabraut FG

Mikilvægt er að tryggja rétt nemenda til framhaldsnáms óháð aldri. Þetta segir skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ sem segir fyrirhugaðar breytingar sem eiga að takmarka aðgengi nemenda 25 ára og eldri að framhaldsskólum geta orðið til þess að hætta þurfi með leikskólabraut sem kennd er við skólann.

Hrægammasjóðum skipt út fyrir heimilin

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að heimilin sjálf muni standa undir kostnaðinum við leiðréttingu húsnæðisskulda með hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Ósvífinn málflutningur að mati forsætisráðherra.

Skógræktarmenn rífast um vernd Teigsskógar

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún tekur fram að hún styðji ekki yfirlýsingu stjórnar Skógræktarfélags Íslands um vegagerð um Teigsskóg.

Valhúsaskóli fagnar 40 ára afmæli

Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi fagnaði 40 ára afmæli í gær með fjölbreyttri dagskrá í skólanum þar sem fram komu núverandi og fyrrverandi nemendur og kennarar og slógu á létta strengi.

Fimm prósent fara eftir ráðum landlæknis um hreyfingu

Yfir helmingur landsmanna hreyfir sig aðeins einu sinni í mánuði eða sjaldnar í 20 mínútur eða lengur. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem markaðsrannsóknafyrirtækið Maskína gerði fyrir Herbalife í ágúst síðastliðnum.

Ekki svigrúm fyrir nýjum spítala að mati Bjarna

„Það er ekki svigrúm fyrir það á næstu tveimur til þremur árum miðað við þann afgang sem við horfum fram á að geti myndast í ríkisfjármálunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Gasmengun berst líklega til höfuðborgarinnar

Gasmengun frá Holuhrauni hefur verið umtalsverð víða á landinu undanfarna daga. Gasmengun getur í dag og á morgun borist frá eldgosinu í Holuhrauni til höfuðborgarinnar.

Minni virkni í Bárðarbungu

Síðasta sólarhring hafa mælst um 70 skjálftar við Bárðarbungu og rúmlega tugur í ganginum norðanverðum.

Afgreiddu bæjarmálin á sex mínútum

"Hvað er að frétta af bæjarstjórn Hafnarfjarðar?“ spyr Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG í bæjarstjórn og fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðabæjar.

Verður íbúðarhús þótt nágrannar mótmæli

Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar heimilar að efri hæðum verslunar- og skrifstofuhússins á Strandgötu 31-33 verði breytt í íbúðir og að fjórðu hæðinni verði bætt við. Nágrannarnir telja vegið að hagsmunum sínum.

Michelle Obama dansar með næpu

Myndbandið hefur vakið mikla athygli og er liður í herferðinni „Let‘s Move!“ sem er ætlað að fá bandarísk börn til að hreyfa sig meira og borða hollari mat.

Sátt í sjónmáli í Hong Kong

Æðsti embættismaður Hong Kong, C.Y. Leung, segist vera tilbúinn til samningaviðræðna við mótmælendur stúdentahreyfingarinnar sem krefjast þess að kosningar á þarnæsta ári verði frjálsar.

Ísfirðingum ráðlagt að halda sig innandyra í gærkvöldi

Almannavarnir ríkislögreglustjóra sendu Ísfirðingum og að líkindum fleiri Vestfirðingum SMS skeyti um klukkan ellefu í gærkvöldi þar sem varað var við háu mengunargildi frá eldgosinu í Holuhrauni og var fólki bent á að halda sig innandyra, loka öllum gluggum og hækka hita á öllum ofnum.

Pólitíkusar í ruslið

Almenningur í Úkraínu virðist búinn að fá sig fullsaddan af stjórnmálamönnum og embættismönnum. Þingkosningar eru á dagskrá 26. október.

Hætt við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn

Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir að haldið verði áfram markvissu meðferðarúrræði innan Fangelsismálastofnunar sem sneri að meðferð afbrotamanna sem brotið hafa gegn börnum.

Ný ferja til Eyja kynnt á föstudag

Hönnun nýrrar Vestmannaeyjuferju er vel á veg komin og er hún um margt frábrugðin Herjólfi samkvæmt heimildum Eyjar.net sem fjallaði um málið í gær.

Ísafjörður talinn heppilegur

„Bæjarráð Bolungarvíkur telur eðlilegast að aðsetur sýslumannsins á Vestfjörðum sé á Ísafirði ef víkja á frá þeirri stefnu sem mörkuð var í upphaflegri tillögu að aðalskrifstofa sýslumannsins verði í Bolungarvík.“

Neyðarvarnaræfing fyrir þjóðina

"Þetta er í fyrsta sinn sem Rauði krossinn fer í neyðarvarnaræfingu fyrir heila þjóð,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.

Vill ríkisfé í lífríkisrannsóknir

Rannsóknir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, vill að ríkið leggi aukið fé í grunnrannsóknir á lífríki í vestfirskum fjörðum.

Skjálftavirkni hefur aukist

Skjálftavirkni við Bárðarbungu hefur aukist miðað við það sem verið hefur síðastliðnar tvær vikur.

Betri árangur í námi með aukinni hreyfingu

Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Gautaborg sýndu að líkur á að nemendur næðu markmiðum í náminu tvöfölduðust með aukinni hreyfingu.

Segir bænahópinn áreitni fyrir konur

„Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi.“

Skipstjórinn sofnaði undir stýri

Skipstjóri fiskiskipsins Sædísar Báru GK 88 sofnaði undir stýri með þeim afleiðingum að skipið strandaði á grynningum við Skagaströnd í júlí í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefnda sjóslysa.

Sjá næstu 50 fréttir