Fleiri fréttir

Vísismálið áminning til stjórnvalda

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir útilokað fyrir eigendur Vísis hf. að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá sem tengist málinu.

Vilja auglýsa eftir bæjarstjóra

Sjálfstæðismenn á Akureyri sendu í kvöld frá til tilkynningu, þar sem fram kemur að flokkurinn muni leggja til að auglýst verði eftir bæjarstjóra, komi flokkurinn að meirihlutasamstarfi eftir kosningar.

Leita leiða til að rétta af tap á byggingarsjóði

Á aðalfundi fulltrúaráðs Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar 27.des 2013 var samþykkt tillaga að fela nýrri stjórn að skipa starfshóp til að leita leiða til að rétta af tap á byggingarsjóði.

Íslensk stúlka í sjónvarpsþætti BBC

Tökulið BBC gerði sjónvarpsþátt um fimmtán ára gamla íslenska stúlku í lok síðasta árs. Hún var valin til að taka þátt í verkefni sem ætlað er að endurspegla stöðu kvenna úr ólíkum menningarheimum og álit þeirra á jafnréttisbaráttu.

Öllu herliði verður beitt í Úkraínu

Oleksandr Turchynov, forseti Úkraínu, segir að öllu herliði landsins verði beitt til að koma í veg fyrir aðgerðir aðskilnaðarsinna, en þeir hafa lagt undir sig lögreglustöðvar og opinberar byggingar í austurhluta landsins.

16 látnir í Síle

Gríðarmiklir skógareldar hafa banað 16 manns og eyðilagt rúmlega 500 heimili í hafnarborginni Valparaiso í Síle.

„Ríkisstjórnir hafa yfirleitt ekki staðið undir væntingum“

„Utanþingsráðherrarnir í síðustu ríkisstjórn voru þeir allra vinsælustu og ef þú tekur og ef þú tekur þá út úr jöfnunni og berð saman þingmennina sem eru þarna fyrir í ráðherrastólum, þá væri núverandi ríkisstjórn vinsælli,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, um slakt fylgi núverandi ríkisstjórnar í þættinum Mín skoðun á stöð 2 í dag.

„Lífsgæði okkar hækka ef við greiðum niður skuldir ríkissjóðs“

„Það er ýmislegt sem ég hef gagnrýnt í þessu frumvarpi og meginniðurstöður mínar eru þær að verðbólguáhrifin eru vanmetin,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður, um skuldaniðurfærslufrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann vildi þó ekki staðfesta við Mikael að hann hygðist kjósa gegn frumvarpinu.

Þingstörf fara alltaf í sama farið

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir gefa augaleið að semja þurfi um stærstu mál á Alþingi nú þegar aðeins átta þingfundadagar eru eftir á vorþingi.

Skíðasvæði opin í dag

Hægt verður að heimsækja Bláfjöll, Hlíðarfjall, Tindastól og fleiri svæði í dag.

Mini Market opnar á ný

Eigandi pólsku matvöruverslunarinnar Mini Market, sem gjöreyðilagðist í bruna í desember, opnaði verslunina að nýju í dag. Hann segir það hafa tekist með hjálp vina og viðskiptavina sem lögðu hönd á plóg.

Unnið að því að fá Aðalsteinu og Gunnhildi heim

Unnið er að því að fá íslensku stúlkurnar sem afplána fangelsisdóma fyrir kókaínsmygl í Tékklandi, framseldar hingað til lands. Gert er ráð fyrir að formlegt framsalsferli hefjist á næstu dögum.

Samningaviðræður þokast í rétta átt

Góður gangur er í samningaviðræðum Félags háskólakennara og ríkisins. Formaður félagsins segist vera bjartsýnn á að samningar náist á næstu dögum.

„Tengsl Íslands og Bandaríkjanna standa traustum fótum“

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þar sem hann ræddi samskipti Íslands og Bandaríkjanna við Chuck Hagel varnarmálaráðherra og Christine H. Fox aðstoðarvarnarmálaráðherra.

Sjá næstu 50 fréttir