Innlent

Viðbúnaður vegna slyss við Hrafntinnusker

Bjarki Ármannsson skrifar
Slysið átti sér stað í grennd við fjallið Hrafntinnusker.
Slysið átti sér stað í grennd við fjallið Hrafntinnusker. Mynd/FÍ
Björgunarsveitir og lögregla hafa verið kallaðar út vegna slyss sem átti sér stað í grennd við Hrafntinnusker við Austur-Reykjadali fyrir stuttu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var vélsleða ekið fram af hengju en ekki fást nánari upplýsingar að svo stöddu.

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar vildi ekki tjá sig um málið enda aðgerðir enn í fullum gangi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×