„Það var allt bundið hér í klíku og menn gátu gengið að auðsæld vísri“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2014 17:42 „Fólk var hér áður fyrir ekki metið á eigin verðleikum og þannig var Ísland, hið fullkomna andverðleika samfélag á margan hátt,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í þættinum Mín skoðun á stöð 2 í dag. „Það var allt bundið hér í klíku og menn gátu gengið að auðsæld vísri ef þeir voru í rættum flokkum og þekktu réttu mennina.“ Árni segist hafa haft mjög sterka skoðun á þjóðmálum frá tíu ára aldri. „Ég hef alltaf hrifist af þessari hugmynd að reyna einhvernvegin að bæta samfélagið sem maður lifir í og mér hefur alltaf fundist hún heillandi.“ Árni segir að hrunið hafi haft þau áhrif að það jarðtengdi stjórnmálin á nýjan leik. „Að vera í þannig stöðu að þurfa taka ákvarðanir sem varða velsæld og lífsafkomu fólks á tímum sem eiga sér ekki hliðstæðu um áratuga skeið, það auðvitað veldur því að maður allt í einu áttar sig á því að allt þetta gamla þras skiptir engu máli.“ Árni segir að það sem skipti máli er að stjórnmálin séu staðurinn sem maður geti haft grundvallaráhrif. „Þegar ég var kosin á þing árið 2007 þá vissi enginn hver ég var og enginn hafði áhuga á þingmönnum. Síðan eftir hrunið þá sá maður hvernig viðhorf fólks breyttist og allt í einu áttaði maður sig á því að þegar allt hrynur þá er það einu sinni lýðræðið sem verður að standa undir þessu og hinir lýðræðiskjörnir fulltrúar verða að standa undir ábyrgðinni.“ Árni segir að seint á ferlinum hafi hann talið að ESB væri lausnin. „Ég taldi EES lengi vel geta dugað okkur og ég hef stöðugt verið tilbúinn til endurmats á þessum sjónarmiðum. Ég er markaðshyggjumaður í þeim skilningi að ég trúi því að frjálsir markaði séu best til þess fallnir að skapa verðmæti. Hugmyndin um að hafa öflugt ríkisvald sem styður við frjálsan markað og tryggi frjálsa samkeppni og dreifi síðan arðinum til að tryggja félagslegt réttlæti sé rétta leiðin áfram.“ Formaðurinn segir að það sé mjög mikilvægt að það fjölgi alþjóðasinnuðu fólki á Íslandi. „Ég sé það núna að allir hinu fjölmörgu kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknaflokks sem aðhyllast opið land og frjálst markaðshagkerfi og félagslegt réttlæti eiga engan þingmann núna." Árni segir að þingmennirnir haldi kjósendum í gíslingu. „Ég held að það skipti miklu máli að á alþingi Íslendinga aukist hlutur frjálslyndra alþjóðasinnaðra afla.“ Hægt er að sjá viðtalið við Árna Páll í heild sinni hér að ofan. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Fólk var hér áður fyrir ekki metið á eigin verðleikum og þannig var Ísland, hið fullkomna andverðleika samfélag á margan hátt,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í þættinum Mín skoðun á stöð 2 í dag. „Það var allt bundið hér í klíku og menn gátu gengið að auðsæld vísri ef þeir voru í rættum flokkum og þekktu réttu mennina.“ Árni segist hafa haft mjög sterka skoðun á þjóðmálum frá tíu ára aldri. „Ég hef alltaf hrifist af þessari hugmynd að reyna einhvernvegin að bæta samfélagið sem maður lifir í og mér hefur alltaf fundist hún heillandi.“ Árni segir að hrunið hafi haft þau áhrif að það jarðtengdi stjórnmálin á nýjan leik. „Að vera í þannig stöðu að þurfa taka ákvarðanir sem varða velsæld og lífsafkomu fólks á tímum sem eiga sér ekki hliðstæðu um áratuga skeið, það auðvitað veldur því að maður allt í einu áttar sig á því að allt þetta gamla þras skiptir engu máli.“ Árni segir að það sem skipti máli er að stjórnmálin séu staðurinn sem maður geti haft grundvallaráhrif. „Þegar ég var kosin á þing árið 2007 þá vissi enginn hver ég var og enginn hafði áhuga á þingmönnum. Síðan eftir hrunið þá sá maður hvernig viðhorf fólks breyttist og allt í einu áttaði maður sig á því að þegar allt hrynur þá er það einu sinni lýðræðið sem verður að standa undir þessu og hinir lýðræðiskjörnir fulltrúar verða að standa undir ábyrgðinni.“ Árni segir að seint á ferlinum hafi hann talið að ESB væri lausnin. „Ég taldi EES lengi vel geta dugað okkur og ég hef stöðugt verið tilbúinn til endurmats á þessum sjónarmiðum. Ég er markaðshyggjumaður í þeim skilningi að ég trúi því að frjálsir markaði séu best til þess fallnir að skapa verðmæti. Hugmyndin um að hafa öflugt ríkisvald sem styður við frjálsan markað og tryggi frjálsa samkeppni og dreifi síðan arðinum til að tryggja félagslegt réttlæti sé rétta leiðin áfram.“ Formaðurinn segir að það sé mjög mikilvægt að það fjölgi alþjóðasinnuðu fólki á Íslandi. „Ég sé það núna að allir hinu fjölmörgu kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknaflokks sem aðhyllast opið land og frjálst markaðshagkerfi og félagslegt réttlæti eiga engan þingmann núna." Árni segir að þingmennirnir haldi kjósendum í gíslingu. „Ég held að það skipti miklu máli að á alþingi Íslendinga aukist hlutur frjálslyndra alþjóðasinnaðra afla.“ Hægt er að sjá viðtalið við Árna Páll í heild sinni hér að ofan.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira