Innlent

Dópaður ökumaður svínaði á lögguna

Gissur Sigurðsson skrifar
Snarruglaður ökumaður var tekinn úr umferð í Reykjavík um fjögur leytið í nótt og reyndist hann undir áhrifum fíkniefna.

Þegar hann ók eftir Grensásvegi svínaði hann fyrir lögreglubíl og þegar hann kom inn á gatnamótin niður í Skeifu, á grænu ljósi, snarbremsaði hann og bakkaði út úr gatnamótunum þar sem hann hélt að hann væri að aka yfir á rauðu.

Þar þraut þolinmæði lögreglumannanna, sem heilsuðu upp á ökumanninn og sáu strax hvers kyns var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×