Innlent

Leita leiða til að rétta af tap á byggingarsjóði

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/ hafnarhusin.is
Á aðalfundi fulltrúaráðs Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar 27.des 2013 var samþykkt tillaga að fela nýrri stjórn að skipa starfshóp til að leita leiða til að rétta af tap á byggingarsjóði en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Höfn.

Fram í tilkynningunni að með hliðsjón af niðurstöðum byggingareiknings með tap upp á 22 milljónir 2012 og 20 milljónir 2013, sé ljóst að grípa þurfi til greiningar á vandanum með lausnir til framtíðar.

Aðalvandinn sé misvægi á kaupum og sölu íbúðaréttar sem ekki nær að tryggja jákvæða stöðu og til að vinna upp tap sl. tveggja ára.

Samkvæmt stofnsamningi er Höfn þinglýstur eigandi að Sólvangsvegi 1 og 3. Starfshópurinn skilað tillögu til fulltrúráðsfundar laugardaginn 12. apríl kl 10:30 og var samþykkt eftirfarandi heimild til stjórnar en tillöguna má lesa hér að neðan.

Fulltrúaráð Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar haldinn laugardaginn 12. apríl 2014, heimilar stjórn Hafnar að vinna áfram með íbúðarréttarhöfum að breyta íbúðarrétti yfir í íbúðareign, samkvæmt væntanlegri heimild frá Sýslumannsembættinu á Sauðárkróki.

Jafnframt að vinna að framtíðar skipulagi fyrir húsfélag og þjónustu. 
Í framhaldi var boðað til fundar með íbúum og aðstandendum laugardaginn 12. apríl kl 13:30 þar sem farið var yfir stöðu mála og þeim afhent bréf frá stjórn Hafnar þar sem rakin er staðan eins og: Ástæður, hvað gerist ef Höfn fer í þrot, breytt eignarhald, hvað verði með þjónustu og rekstur?, verðmat eigna, lánamöguleikar, hvert er framhaldið?

Stjórn Hafnar leggur áherslu á að: Þetta felur í sér að í stað þess að vera íbúðarétthafi verður íbúi þinglýstur eigandi að íbúðinni og eignast hlutdeild í sameign í viðkomandi húsi . Höfn afsalar sér eignarhaldinu. Til þess að hægt sé að fara þessa leið verða allir íbúðarétthafar að gefa samþykki sitt.

Stjórn Hafnar harmar hvernig mál hafa þróast. Það er hins vegar mat þeirra sem komið hafa að málum að ábyrgðalaust sé að halda rekstrinum áfram þegar hægt er með þessum inngripum að tryggja eignarrétt íbúðarétthafa að Sólvangsvegi 1 og 3.

Áhersla stjórnar Hafnar er að vinna áfram með íbúum og íbúðaeigendum að framtíðarskipulagi samfélagsins á Höfn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×