Innlent

Skíðasvæði opin í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Skíðafólk í Bláfjöllum fyrr í vetur.
Skíðafólk í Bláfjöllum fyrr í vetur. Vísir/Vilhelm
Skíðasvæðið í Tindastól verður opið í dag frá klukkan 10 til 16 og er blíðskaparveður þar samkvæmt tilkynningu. Opið verður á sama tíma í Hlíðarfjalli og er þar sagt ágætt veður með einhverri snjókomu.

Einnig er opið í Tungudal og Seljalandsdal á sama tíma og í Stafdalnum.

Þá verður opið frá 10 til 17 í Skálafelli og Bláfjöllum. Þar er sagt þriggja gráðu frost en að sólin komi vonandi til að hlýja fólki þegar líður á daginn.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×