Innlent

Vísismálið áminning til stjórnvalda

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fyrir vestan vilja menn að haft verði samráð um lokun fiskvinnslu Vísis á Þingeyri og annars staðar.
Fyrir vestan vilja menn að haft verði samráð um lokun fiskvinnslu Vísis á Þingeyri og annars staðar. Fréttablaðið/GVA
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir útilokað fyrir eigendur Vísis hf. að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá sem tengist málinu.

„Í ljósi þess hvernig til starfseminnar var stofnað er ekki rétt að Vísir hf. á Þingeyri taki þessa ákvörðun án samráðs við Ísafjarðarbæ og aðra hlutaðeigandi aðila. Ef fyrirtæki ætla að eiga fullan þátttökurétt í samfélaginu þá eiga þau skilyrðislaust að sýna meiri samfélagslega ábyrgð en þarna birtist,“ segir bæjarráðið sem vill breytingar:

„Þessi tíðindi ættu jafnframt að vera stjórnvöldum áminning um að gera þær breytingar sem þarf svo að  fiskveiðistjórnunarkerfið tryggi trausta atvinnu og byggð í landinu, eins og því er ætlað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×