Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að ríkisstjórnin hlusti á þjóðina varðandi ESB Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2014 14:00 Eygló segir þjóðina krefjast þess að fá að koma að Evrópumálum. Vísir/GVA Félagsmálaráðherra tekur undir það sem innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hafi farið allt of hratt í evrópumálum og nauðsynlegt sé að hlusta á skilaboð þjóðarinnar í þessu máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hefði farið of hratt fram í evrópusambandsmálunum með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og hann spurði Eygló út í þessi ummæli Hönnu Birnu. „Ég held að það sé alveg ljóst að málið fór of hratt fram. Ég er sammála því sem innanríkisráðherra var að tala um að það sé mikilvægt að finna leið sem kannski kemur til móts við þessi ólíku sjónarmið. Að hlusta á það sem þjóðin er að segja við okkur. Við höfum lagt áherslu á og utanríkisráðherra hefur sjálfur sagt að hann leggi áherslu á að nefndin reyni að vinna vel í málinu og finni einhverja góða lausn á því hvernig hægt sé að afgreiða þetta,“ sagði Eygló á Sprengisandi. Það sé líka mikilvægt að menn læri af mistökunum sem gerð hafi verið á síðasta kjörtímabili. „Þar sáum við náttúrlega það að farið var mjög hart fram með tvo Icesave samninga sem síðan á endanum höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við þurfum líka að læra af því hvernig farið var með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem snéri að stjórnlagaþinginu,“ sagði Eygló. Finna þurfi betri ramma en nú sé utan um það hvernig hægt sé að svara kröfu þjóðarinnar um aðkomu að málum.„Þessi þingályktunartillaga eins og hún var lögð fram um að slíta aðildarviðræðunum, hún verður ekki samþykkt óbreytt? Þið þurfið að finna einhverja aðra leið, þið þurfið að ná sátt um málið, fyrir utan þingið til dæmis,“ spurði Sigurjón Egilsson félagsmálaráðherrann.„Ég held að það sé krafan frá þjóðinni. Krafan frá þjóðinni er að hún hafi aðkomu að ákvörðunum sem snúa að Evrópusambandinu. Við náttúrlega sáum að það var tekin ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að þjóðinni væri spurð og ég tel að það hafi verið mistök. Núna er mjög mikilvægt að tala við þjóðina og líka finna rammann,“ sagði Eygló. ESB-málið Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Félagsmálaráðherra tekur undir það sem innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hafi farið allt of hratt í evrópumálum og nauðsynlegt sé að hlusta á skilaboð þjóðarinnar í þessu máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hefði farið of hratt fram í evrópusambandsmálunum með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og hann spurði Eygló út í þessi ummæli Hönnu Birnu. „Ég held að það sé alveg ljóst að málið fór of hratt fram. Ég er sammála því sem innanríkisráðherra var að tala um að það sé mikilvægt að finna leið sem kannski kemur til móts við þessi ólíku sjónarmið. Að hlusta á það sem þjóðin er að segja við okkur. Við höfum lagt áherslu á og utanríkisráðherra hefur sjálfur sagt að hann leggi áherslu á að nefndin reyni að vinna vel í málinu og finni einhverja góða lausn á því hvernig hægt sé að afgreiða þetta,“ sagði Eygló á Sprengisandi. Það sé líka mikilvægt að menn læri af mistökunum sem gerð hafi verið á síðasta kjörtímabili. „Þar sáum við náttúrlega það að farið var mjög hart fram með tvo Icesave samninga sem síðan á endanum höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við þurfum líka að læra af því hvernig farið var með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem snéri að stjórnlagaþinginu,“ sagði Eygló. Finna þurfi betri ramma en nú sé utan um það hvernig hægt sé að svara kröfu þjóðarinnar um aðkomu að málum.„Þessi þingályktunartillaga eins og hún var lögð fram um að slíta aðildarviðræðunum, hún verður ekki samþykkt óbreytt? Þið þurfið að finna einhverja aðra leið, þið þurfið að ná sátt um málið, fyrir utan þingið til dæmis,“ spurði Sigurjón Egilsson félagsmálaráðherrann.„Ég held að það sé krafan frá þjóðinni. Krafan frá þjóðinni er að hún hafi aðkomu að ákvörðunum sem snúa að Evrópusambandinu. Við náttúrlega sáum að það var tekin ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að þjóðinni væri spurð og ég tel að það hafi verið mistök. Núna er mjög mikilvægt að tala við þjóðina og líka finna rammann,“ sagði Eygló.
ESB-málið Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira