Fundnir erfðabreytileikar sem auka líkur á slitgigt í höndum Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2014 17:59 Kári Stefánsson. visir/gva Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu og Læknadeild Háskóla Íslands hafa uppgötvað erfðabreytileika í mönnum sem auka líkur á alvarlegri slitgigt í höndum en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Sagt er frá rannsókninni á vefsíðu vísindatímaritsins Nature Genetics í dag. Slitgigt er algengur sjúkdómur. Honum fylgja verulegar vefjaskemmdir í liðum og algengast er að hans gæti í hnjám, mjöðmum, höndum og hrygg. Orsakir hans eru ekki vel þekktar en ljóst er að erfðir, umhverfi og álag hafa áhrif á einkenni sjúkdómsins og framgang. Íslensk erfðagreining hefur unnið að rannsóknum á erfðum slitgigtar í samstarfi við Helga Jónsson, prófessor í gigtarlækningum við læknadeild Háskóla Íslands, í hátt á annan áratug. Í greininni sem birtist í Nature Genetics er greint frá niðurstöðum rannsóknar á slitgigt í höndum þar sem erfðaefni 623 Íslendinga með alvarleg einkenni handarslitgigtar, bæði í þumalrót og fingrum, var borið saman við erfðaefni annara 69,000 Íslendinga. Í rannsókninni fundust tveir breytileikar í erfðaefni sem auka líkurnar á að fá alvarlega handarslitgigt. Annar breytileikinn, og sá algengari, eykur áhættuna á alvarlegri slitgigt í höndum um helming. Hann er í geni sem tengist myndun boðefnisins retinoic sýru sem er A vítamín afleiða. Vitað er að þetta boðefni hefur áhrif á viðhald beina og brjósks í líkamanum. Samstarfsaðilar Íslenskrar erfðagreiningar við sjúkrahús í Hollandi og Bretlandi staðfestu síðan í kjölfarið sambærileg áhrif þessa breytileika í þeirra eigin slitgigtarhópum. Hinn breytileikinn sem greint er frá í Nature Genetics er mjög sjaldgæfur. Þeir, sem hafa hann, eru hinsvegar fimmtíu sinnum líklegri til að fá slæma slitgigt í hendur en þeir sem hafa hann ekki. Auk þess eru þeir líklegri til að fá slitgigt í aðra liði. Þetta er í fyrsta sinn sem greint er frá erfðabreytileikum sem tengast marktækt áhættu á að fá slitgigt í hendur. Fjölmennar alþjóðlegar rannsóknir hafa lýst erfðabreytileikum sem varða áhættu á slitgigt í mjöðmum og í hnjám, en enginn þeirra hefur jafn mikla áhættu í för með sér og þeir breytileikar sem lýst er hér. „Við erum búin að vinna að þessu í meir en fimmtán ár. Þessi góði árangur byggist á eljusemi Helga Jónssonar prófessors, sem þekkir sjúkdóminn, þátttöku sjúklinganna og aðstandenda þeirra, sem leggja til efniviðinn og framlagi vísindamannanna hjá okkur, sem kunna erfðafræðina“, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Þessi þríliða er grunnurinn að öllu sem við gerum; samvinna heilbrigðisstarfsfólksins, fólksins í landinu og vísindamannanna. Flest kynnumst við handarslitgigt einhvern tíma á lífsleiðinni. Hún getur komið fram hjá ungu fólki, en á síðari hluta ævinnar verður hún ágengari og getur valdið miklum þjáningum og fötlun. Nú vitum við meir um hana en áður. Ég vil þakka öllum sem hafa tekið þátt í þessu verkefni“. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu og Læknadeild Háskóla Íslands hafa uppgötvað erfðabreytileika í mönnum sem auka líkur á alvarlegri slitgigt í höndum en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Sagt er frá rannsókninni á vefsíðu vísindatímaritsins Nature Genetics í dag. Slitgigt er algengur sjúkdómur. Honum fylgja verulegar vefjaskemmdir í liðum og algengast er að hans gæti í hnjám, mjöðmum, höndum og hrygg. Orsakir hans eru ekki vel þekktar en ljóst er að erfðir, umhverfi og álag hafa áhrif á einkenni sjúkdómsins og framgang. Íslensk erfðagreining hefur unnið að rannsóknum á erfðum slitgigtar í samstarfi við Helga Jónsson, prófessor í gigtarlækningum við læknadeild Háskóla Íslands, í hátt á annan áratug. Í greininni sem birtist í Nature Genetics er greint frá niðurstöðum rannsóknar á slitgigt í höndum þar sem erfðaefni 623 Íslendinga með alvarleg einkenni handarslitgigtar, bæði í þumalrót og fingrum, var borið saman við erfðaefni annara 69,000 Íslendinga. Í rannsókninni fundust tveir breytileikar í erfðaefni sem auka líkurnar á að fá alvarlega handarslitgigt. Annar breytileikinn, og sá algengari, eykur áhættuna á alvarlegri slitgigt í höndum um helming. Hann er í geni sem tengist myndun boðefnisins retinoic sýru sem er A vítamín afleiða. Vitað er að þetta boðefni hefur áhrif á viðhald beina og brjósks í líkamanum. Samstarfsaðilar Íslenskrar erfðagreiningar við sjúkrahús í Hollandi og Bretlandi staðfestu síðan í kjölfarið sambærileg áhrif þessa breytileika í þeirra eigin slitgigtarhópum. Hinn breytileikinn sem greint er frá í Nature Genetics er mjög sjaldgæfur. Þeir, sem hafa hann, eru hinsvegar fimmtíu sinnum líklegri til að fá slæma slitgigt í hendur en þeir sem hafa hann ekki. Auk þess eru þeir líklegri til að fá slitgigt í aðra liði. Þetta er í fyrsta sinn sem greint er frá erfðabreytileikum sem tengast marktækt áhættu á að fá slitgigt í hendur. Fjölmennar alþjóðlegar rannsóknir hafa lýst erfðabreytileikum sem varða áhættu á slitgigt í mjöðmum og í hnjám, en enginn þeirra hefur jafn mikla áhættu í för með sér og þeir breytileikar sem lýst er hér. „Við erum búin að vinna að þessu í meir en fimmtán ár. Þessi góði árangur byggist á eljusemi Helga Jónssonar prófessors, sem þekkir sjúkdóminn, þátttöku sjúklinganna og aðstandenda þeirra, sem leggja til efniviðinn og framlagi vísindamannanna hjá okkur, sem kunna erfðafræðina“, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Þessi þríliða er grunnurinn að öllu sem við gerum; samvinna heilbrigðisstarfsfólksins, fólksins í landinu og vísindamannanna. Flest kynnumst við handarslitgigt einhvern tíma á lífsleiðinni. Hún getur komið fram hjá ungu fólki, en á síðari hluta ævinnar verður hún ágengari og getur valdið miklum þjáningum og fötlun. Nú vitum við meir um hana en áður. Ég vil þakka öllum sem hafa tekið þátt í þessu verkefni“.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira